Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Misjafn smekkur manna (og barna)

Hilmir að horfa á EmilSonur minn er svolítið sérkennilegur að einu leyti. Sem betur fer er hann ekki líkari mér en svo að hann er bara sérkennilegur að einu leyti. Þessi sérkennilegheit líta að barnaefni.

Hann hefur engan áhuga á teiknimyndum og hefur aldrei viljað horfa á þær. Það næsta sem kemst að teiknimynd sem hann sýnir áhuga er Bubbi byggir. Hann hefur svolítinn áhuga á honum en ekki meiri en svo að hann er hættur að horfa eftir tíu mínútur. Það þýðir t.d. ekkert að planta honum fyrir framan morgunsjónvarpið því þar eru sýndar eintómar teiknimyndir.

Þegar ég segi frá þessu, heyrist; "Jújú hann á eftir að fá áhugann, minn krakki byrjaði ekki að hafa gaman af barnaefni fyrr en þriggja ára.." og svo fram eftir götunum. Það má ekki misskilja þetta þannig að ég hafi áhyggjur af þessu, síður en svo. Hann er mikill áhugamaður um barnaefni. Bara ekki teiknimyndir.

Hann getur setið stjarfur tímunum saman yfir Emil í Kattholti, Línu langsokki, Saltkráku og eiginlega flestu eftir Astrid Lindgren. En efnið verður að vera leikið. Annars hefur hann ekki áhuga. Hann situr stjarfur yfir Stundinni okkar og Krökkum á ferð og flugi en missir áhugann þegar teiknimyndir taka við.

Það nýjasta er að hann situr dáleiddur yfir Spaugstofunni. Hún er það skemmtilegasta sem hann veit fyrir utan Astrid Lindgren myndirnar.

Hann er tæplega tveggja ára. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að honum finnist teiknimyndir fyrir neðan sína virðingu.

Það er sem ég segi: Hann er misjafn smekkur manna.


Aðeins af okkur

Þá erum við semsagt orðin fjögur í fjölskyldunni eftir vel heppnaða ferð á Fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði.

Reyndar var biðin helst til löng, en við biðum í viku á Fáskrúðsfirði og tvo daga í Neskaupsstað. Annars var vel hugsað um okkur á báðum stöðum á meðan biðinni stóð. Jakó og Doddi sáu um að gefa okkur að éta á Fáskrúðsfirði og hið óviðjafnanlega starfsfólk á FSN gerði allt til að láta okkur líða sem best á Neskaupsstað.

Það er nokkuð ljóst að munurinn á að fæða í Reykjavík og á Norðfirði er umtalsverður. Það er næstum því ekki hægt að líkja því saman. Það er svipað og að líkja saman farfuglaheimili og 5 stjörnu hóteli. 

Við viljum þakka FSN kærlega fyrir stórkostlega þjónustu og dásamlegt starfsfólk. 

Eins ber að þakka öðlingnum Bjössa Guðmunds fyrir íbúðina á Fáskrúðsfirði, en hún bjargaði okkur alveg.

Þá fær mamma endalausar þakkir fyrir að sjá um Hilmi á meðan við vorum á Norðfirði. 

Þetta er að verða eins og Óskarinn.....

Öllum heilsast vel og ég er svangur.

dsc01026_large_687537.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

dsc01128_large.jpg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband