Takmörkun erlendra leikmanna í enska boltanum

Alex Ferguson hefur hátt um að hann vilji takmarka fjölda erlendra leikmanna í enska boltanum og beinir þeim orðum fast í átt til annarra liða í toppbaráttunni, Arsenal, Liverpool og Chelsea. Hreykir hann sig af því að vera sá eini í toppbáráttunni sem byggir lið sitt upp á enskum leikmönnum.  Hann talar reyndar lítið um það hversu mikið hann þurfti að borga fyrir þessa nýju ensku leikmenn sína (Ferdinand, Rooney, Hargreaves, Carrick og hvað þeir heita nú allir, allavega kostuðu þeir morðfjár).

Mér finnst nær að takmarka þær upphæðir sem má borga fyrir hvern leikmann og setja í leiðinni launaþak. Þá er ég hræddur um að hann stæði illa miðað hvað hann hefur spreðað síðustu ár. 

Það virðist nú bara vera þannig að ef þú vilt kaupa enskan leikmann í liðið þitt þá þarftu að borga fáránlega upphæð og er það að ég held aðalástæða þess að t.a.m. Arsene Wenger er með svona fáa enska leikmenn í sínum hópi, enda honum illa við að borga háar upphæðir fyrir leikmenn. Hann þurfti a.m.k. að borga fáránlega upphæð til þess að fá 17 ára englending til liðs við sig (Theo Walcott).

Ég held að takmörkun á erlendum leikmönnum gæti að mörgu leiti verið af hinu góða, hins vegar er óraunhæft að setja þessa reglu á fyrr en eftir tíu ár því lið hafa fjárfest í ungum erlendum leikmönnum fram í tímann og því verður ekki breytt einn tveir og þrír.

Hins vegar er hægt að setja þak á upphæðir fyrir leikmenn og laun á mun skemmri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Rauðhaus

Arsenal bólan mun springa eftir jól (mark my words), enda eru ungir menn sem aldir eru upp í Afríku ekki vanir köldu og blautu vetrarveðri.  Þá munu þeir Wilson Kipkeder og frændu hans allir leggjast í kvefpest og Wenger dauðsér eftir að hafa ekki tekið upp veskið í sumar og keypt t.d. hinn smáfríða Carlos Téves!!!  

Annar ákváðuð þið Nallar að leggja ykkar fé í steinsteypu og flytja af Higbury (þar sem ég hef reyndar komið) yfir á Flugfélagsvöllinn þannig að það er ekki nema eðlilegt að Wenger sé illa við að borga mikið fyrir leikmenn...

 kv Mjónsson

Mjónsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það segir nú svoldið mikla sögu að í jafnteflisleiknum um daginn á milli Ars-Man þá var byrjunarlið Man metið á 150 milljónir punda en byrjunarlið Ars á 37 milljónir. Það er allt í lagi að eyða en fyrr má nú vera vitleysan.

Man kaupir Ferdinand á 30 milljónir, Ars Toure á 150 þús pund
Carrick keyptur á 18 milljónir, Flamini kemur frítt
Anderson og Hargreaves á 17 milljónir hvor - Rosicky á 6 og Hleb á 15
Rooney á verði sem endar í 30 milljónum og Ronaldo á 12 - Van Persie á 3 milljónir og Adebayor á 3 

Bara þessi örfáu dæmi um lyklleikmenn sýna að Man Utd hefur eytt 124 milljónum en Arsenal rúmum 27 milljónum. Af þessum 27 milljónum eru 15 milljónum eytt í Hleb.

Það sem ég er að segja er að Ferguson virðist þurfa að borga mikið til að fá góða leikmenn á meðan Wenger þarf þess ekki.

Verst ef að verðþak yrði sett á. Þá þyrfti Fergie að fara að hugsa aftur með hausnum en ekki veskinu eins og hann hefur gert sl. ár.

Ólafur Björnsson, 15.11.2007 kl. 23:03

3 identicon

Arsenal liðið er því miður fyrir þig bara byggt þannig núna að ef tveir til þrír menn meiðast, eru þeir bara í algeru fokki. Það vantar alla breidd en hana á alls ekki að kaupa einungis í afrískum leikmönnum t.d.

Ég held að menn séu bara svona overall ánægðir með peninginn sem fór í Walcott...þar sem að þið eruð komnir með mann sem gæti orðið næstum því jafngóður og steven gerrard þegar han var 14 ára.

Birkir Bj (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:43

4 identicon

Það er gaman að að sjá að minn gamli bernskufélagi og nágranni til tuttugu og eitthvað ára sé farinn að tala aftur um enksa boltann því ég man ekki eftir að hafa heyrt hann minnast á hann í mörg ár. 

Þröstur Árnason (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:49

5 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er einmitt svo gott að vera með svona mikla breidd eins og Liverpool, það meiddust 2 eða 3 fyrr í haust og Liverpool vann ekki leik í tvo mánuði þó þóttust þeir vera með 3 menn í hverja stöðu.

Reyndar veit ég ekki betur en að Arsenal hafi verið í töluverðum meiðslavandræðum á þessu tímabili en það virðist ekki hafa neitt að segja. Það kemur alltaf maður í manns stað. 

Ólafur Björnsson, 16.11.2007 kl. 18:09

6 identicon

Sem Manchester maður þá verð ég að vera sammála þér...Ferguson er í raun og veru að eyða allltof miklum pening í leikmannakaup meðan Wenger er að púnga út örfum peningarseðlum í krakka...

Samtsemáður (er þetta samsett??) 12 milljónir fyrir Cristiano Ronaldo er ekki mikill peningur miðað við að þetta er gulldrengur í bótfoltanum í dag....Ferguson er að gera það gott með sína menn...leiktíðin er í rauninni ennþá að byrja og árangurinn á eftir að sanna sig hjá mínum mönnum og við eigum eftir að hirða titilinn í lok leiktíðar...Arsenal hljóta fara að misstíga sig...

Skemmtilegt að segja frá því að þegar Henry fór...þá fóru Arsenal að spila miklu skemmtilegri bolta...þó það hljómi kaldhæðnislega!

Daddi Bjöss (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:25

7 identicon

Daddi litli á ég að koma og rassskella þig. 

Þröstur Árnason (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 20:16

8 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er svosem satt að 12 milljónir eru ekki mikill peningur fyrir Ronaldo, þó hann sé tu**a þá er hann helvítis andskoti góður.

Ósamstaðan á eftir að koma í ljós í herbúðum Manchester upp úr áramótum, þá fara allir að vilja vera stjarnan í liðinu og þá fer að halla undan fæti.

Ólafur Björnsson, 17.11.2007 kl. 21:58

9 identicon

það var nú bara þannig statt að þetta tímabil sem þú talar um hjá mínum mönnum, þá var það nú bara þannig að við vorum bara með backup leikmenn sem gátu ekkert...en með leikmönnum eins og Babel - Mascherano - Crouch - Aurelio - Benayoun og arbeloa er komin aðeins meiri breidd núna....

Birkir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:20

10 Smámynd: Ólafur Björnsson

Ég var einmitt að tala um þetta tímabil sem er í gangi núna.

Ólafur Björnsson, 18.11.2007 kl. 21:35

11 identicon

Sælir piltar

Gaman að sjá menn taka aðeins við sér í rökræðum um boltan... 

Við Þröstur höfum rætt (sjaldan rifist) um enska boltann í u.þ.b. 30 ár og höfum verið sammála um margt en jafnframt verið sammála um að vera ósammála um annað...

Um eitt erum við þó sammála og það er að enska landsliðið er það besta í heim og hefur verið lengi og ef menn eins og Stuart Pearce og Glenn Hoddle hefðu getað tekið víti og ónefndur markmaður hefði getað hoppað, kannski eins og blaðbreydd upp í loftið, þá hefðum við nokkra bikara til að sanna það. 

Nú vonar að lærisveinar Þorgrímur Þráinsson þeirra Króata verði ekki með neitt rugl á miðvikudaginn þegar við enskir stígum fyrsta skrefið í átt að Evrópumeistaratitli.

Mjónsson

Maggi Jónss (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 15:21

12 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þetta er svipað með enska landsliðið og það íslenska.

Þau eru bæði bestu landslið í heimi...

Hvernig sem menn fá það nú út.

Ólafur Björnsson, 19.11.2007 kl. 16:10

13 identicon

Nei maggi. þú varst ekki farin að tala eins ár ;) hefur örugglega verið étandi sand með systur minni  hahahahahahahaha shit hvað ég er fyndin í dag. með hey í hausnum

Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:19

14 identicon

talandi um Enska boltann, þá er þess vert að geta að næstkomandi laugardag þann 24. nóvember mánaðar verðum við frændurnir og kálfarnir Þröstur og Aðalsteinn staddir á vellinum Emirates í London sem glæsilegir fulltrúar Íslenskrar æsku og vímulausrar.  Horfið, spurt er hvað er horfið?

Áfram Arsenal, England og UMFB

Þröstur Árnason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 17:11

15 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þið verðið að veifa framan í myndavélarnar og gera ykkur svolítið sýnilega með al-Borgfirskum óskepnuskap. Ég fylgist spenntur með... grátklökkur að sjálfsögðu.

Ólafur Björnsson, 23.11.2007 kl. 16:04

16 identicon

Vid eru ad geras okkur klara med allskyns vidbjodi og kynvillu fylgjist spennt med naesta teatti i sapuoperunni LILLI I LONDON

hehehehehehhehehehhehehehhehehe skrifad a Kings cross i london undir vokulu auga araba og muslima (hnifur a halsi) takk takk

T og A

Adalsteinn og trostur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:58

17 Smámynd: Ólafur Björnsson

Voðalega endaði þessi sápuópera snögglega?....

Ólafur Björnsson, 27.11.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband