Nördatal

Windows_XP_Logo-thumbÞað er nokkuð ljóst að Microsoft myndi tapa öllum mínum stuðningi ef þeir myndu ákveða að taka Windows XP af markaði. Windows Vista er eflaust að mörgu leiti jákvætt en það sem ég sé að því er að þú þarft mikið vinnsluminni og auk þess þarftu, sem vanur XP notandi, að læra að labba upp á nýtt.

Microsoft-menn hafa svosem alltaf verið þekktir fyrir þetta. XP er talandi dæmi um þeirra vinnubrögð. Loksins þegar XP er að verða mjög gott stýrikerfi (sem hefur tekið 7 ár að gera gott), þá koma þeir með eitthvað nýtt drasl sem eflaust verður gott eftir 7 ár. Annars verður spennandi að sjá nýja stýrikerfið sem þeir ætla að gefa út eftir 2 ár. Vill svo skemmtilega til að það heitir Windows 7. Kannski tilviljun eða þá bara að Microsoft menn eru að viðurkenna að það tekur 7 ár að þróa gott stýrikerfi... þ.e. 7 ár eftir að það hefur verið gefið út. 


mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér, ég er þaulvanur XP notandi og kann stýrikerfið bak og fyrir. Ég fékk mér nýlega nýja vél og ákvað að prufa Vista og kom mér það mjög á óvart, það tók mig um það bil tvær vikur að læra á allar breytingar.

Grundvöllur XP er mun betri heldur en XP, ef við tökum dæmi ef þú reynir að ræsa þrjú keyrsluþung forrit á sama tíma í XP þá mun tölvan 

Bjarni (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:07

2 identicon

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér, ég er þaulvanur XP notandi og kann stýrikerfið bak og fyrir. Ég fékk mér nýlega nýja vél og ákvað að prufa Vista og kom mér það mjög á óvart, það tók mig um það bil tvær vikur að læra á allar breytingar.

Grundvöllur XP er mun betri heldur en XP, ef við tökum dæmi ef þú reynir að ræsa þrjú keyrsluþung forrit á sama tíma í XP þá mun tölvan reyna að ræsa öll forritin í einu og mun líklega hætta að responda, ef þú gerir það sama í Vista þá skiptir hún þessu niður, keyrir eitt forrit upp í einu og skammtar minninu betur heldur XP gerir, þetta er vandamál sem Microsoft hefur átt í örðuleikum með lengi og loksins leyst með Vista. 

Þannig í stað þess að keyra öll forritin í einu og enda með að þau hætti að responda og loka þeim í Task Manager þá tekur þetta örfáum sekúndum lengur en öll forritin koma upp óhætt.

 Sama með þegar þú ræsir tölvuna, hver kannast ekki við það þegar þú ert nýbúinn að ræsa hana og þú reynir strax að fara að vinna eitthvað á hana þá gerist ekkert vegna þess að hún er að keyra upp forritin sem eiga að ræsast í byrjun, síðan þegar því er lokið springa alla skipanir sem þú gerðir í einu.

 Vista byrjar á að ræsa upp þeim forritum sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega keyrslu síðan ræsir hún rólega eitt til tvö forrit í einu þar af leiðandi get ég byrjað að vinna á tölvuna um leið og hún ræsist.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband