Síldarskúr? - Nánar um tónleikana

159864AÍ frétt á mbl.is segir að nafnið Bræðslan dragi nafn sitt af samnefndum síldarskúr á Borgarfirði. Ef fréttamaður þekkir ekki muninn á síldarskúr og síldarbræðslu, þá held ég að hann ætti kanna málið betur áður en hann skrifar fréttina. Eins er prentvilla í fyrirsögninni, hann heitir Damien, ekki Damion.

En nóg um það.

Það eru að sjálfsögðu góðar fréttir að Damien Rice skuli ætla að koma í sumar. Hins vegar var ég farinn að halda að það yrði ekkert af hátíðinni, enda lítið verið um hana rætt í vetur. Ég fagna því að sjálfsögðu að Emilíana ætli að koma aftur "heim" og halda tónleika. En nú vil ég fá að heyra hana syngja af krafti, enda syngur hún best þannig. 

Annars var það sýnt og sannað að í fyrra að það þarf ekki stórt erlent nafn til að trekkja að. Megas var  frábær og hélt án efa eftirminnilegustu tónleikana í Bræðslunni hingað til, þó Belle & Sebastian hafi náttúrulega verið frábærir árið áður, þá var bara eitthvað svo magnað að sjá kallinn flytja 28 lög og blása ekki úr nös.  

Eins hefði ég ekkert haft á móti því að fá Jónas Sigurðsson aftur því hann var hálfgerður senuþjófur í fyrra enda með frábært band og snilldarlög.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Borgarfjarðar eystri, nánar tiltekið hér.


mbl.is Damion Rice leikur í Bræðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar á síðunni þeirra má finna frekari upplýsingar? Ég sé bara ekkert... :S

Hvar hafa miðar á Bræðsluna verið seldir hingað til? Það er alveg ljóst að maður er líklegur til að missa af góssinu ef maður er ekki á tánum og tilbúinn á réttum stað og réttum tíma. 

kv, tobs 

Tobbi G. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Sæll Tobbi.

Ástæðan fyrir því að þú sást ekki neitt er sú að heimasíðan á það til að hlaða inn erlenda hluta hennar, þó vísað sé beint í frétt á íslenska hlutanum. Þú verður bara að smella á íslenska fánann vinstra megin á síðunni og þegar þangað er komið, velja fréttir.

Miðar hingað til hafa verið seldir á midi.is - Það verður auglýst nánar síðar og ætti ekki að fara fram hjá neinum. 

Ólafur Björnsson, 18.4.2008 kl. 22:41

3 identicon

Shit hvað mér líst vel á þetta. skiptir mig svo sem engu máli hverjir spila...ég missi mig alltaf í ruglinu á þessum tónleikum, finnst ég þurfa að gera allt annað en að hlusta a tónlist, er eins og þeytispjald um allann fjörð að röfla við fólk hihihihihi...sá til að mynda megas flytja eitt lag....en það var gott hihi

Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Dagur Björnsson

Átt þú ekki allar plöturnar ?

Ef svo er máttu endilega setja þær á mp3 disk fyrir mig og koma honum einhvern tímann til mín :)

Dagur Björnsson, 20.4.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband