Geir Haarde og Framsóknarflokkurinn

Mikið finnst mér nú vera að fjara undan honum Geir Haarde. Mér hefur alltaf fundist þetta vera fyrirtaksstjórnmálamaður og hef hingað til treyst honum til góðra verka. Hann er þó í stuttu og hnitmiðuðu máli gjörsamlega búinn að skíta upp á bak. Góðlega brosið er horfið, hann er í vondu skapi og það er svosem eðlilegt.

Hann hefur aldrei lent í þeirri stöðu áður sem nú blasir við, sem leiðtogi. Svipuð staða kom upp stuttu eftir aldamótin síðustu en þá hafði hann Davíð og Framsóknarflokkinn til að redda málunum. Hann hefur s.s. aldrei þurft að axla svona mikla ábyrgð áður einn og óstuddur. Ekki er nú mikil hjálp í Samfylkingunni, né hinum Sjálfstæðismönnunum í ríkisstjórn, sem tala hver ofan í annan og allir í sitt hvora áttina. Það er eitthvað mikið að ef þessi ríkisstjórn verður ekki sprungin með haustinu.

Þetta er sérstaklega fyrir Andrés: Árangur áfram - ekkert stopp!

Þetta eru orð að sönnu. Því miður fengu þau ekki hljómgrunn í síðustu kosningum og því fór sem fór. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega ekkert án Framsóknarflokksins og er það að koma berlega í ljós. Nú liggur leiðin niður á við og botninum er sannarlega ekki náð. Samfylkingin er gjörsamlega ónothæfur flokkur, það hefur ítrekað sannað sig á þessum krepputímum. Þeir ráða ekki við svona stöðu. Enda ekki við því að búast.

Annars er búið að vera voðalega hressandi að vera í stjórnarandstöðu og sjá hvernig ný ríkisstjórn drullar hvað eftir annað upp á bak. En það er ekki hressandi lengur. Fyrr má nú drulla. 

Nú er lítið annað að gera en að bíða næstu kosninga og fá Framsókn aftur í ríkisstjórn til að slökkva í þessu báli sem núverandi stjórn er búin að kveikja og á eftir að hella rándýrri olíu yfir út kjörtímabilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Th Ágústsson

Heldurðu virkilega að það skipti máli hvaða flokkar séu við völd, þetta er allt sami skíturinn.

Birgir Th Ágústsson, 16.7.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband