Sölumennska

Einu vil ég koma á framfæri:

Þið sem völdin hafið og ASÍ menn og allir hinir: Hættið að tala niður krónuna helvítis asnarnir ykkar (eins og Elvar á Nesi myndi segja það). Haldiði virkilega að það hjálpi henni til að styrkjast þegar þið notið hvert tækifæri til að væla um ónýta krónu, krónu í öndunarvél og þar fram eftir götunum? 

Annars er það helst að frétta að Lionsklúbbur Djúpavogs gekk í hús um helgina og seldi jóladagatöl fyrir börnin. Þeir kunna þetta svo sannarlega. Allavega mættu margir taka þá sér til fyrirmyndar með verðlagninguna. Nú er það siður hjá hinum ýmsu samtökum að ganga í hús eða hringja og selja hitt og þetta eða einfaldlega biðja um pening. Yfirleitt er það ekki undir 1500 kalli sem verið er að selja og er erfitt að velja og hafna því þau eru ansi mörg samtökin á landinu.

Baldur vinur minn í Lionsklúbbnum kom og bauð mér að kaupa súkkulaði-jóladagatal (tannkremstúba fylgdi) á kr. 395. Auðvitað kaupir maður þegar einhver kemur og bíður manni eitthvað á svona verði. Það er mín skoðun að þú græðir mun meira á því að selja svona hluti ódýrt því þá kaupa mun fleiri af þér. 

Ekki eins og stúlkan sem hringdi í mig frá SÁÁ og bauð mér að styrkja þau ágætu samtök fyrir 500 krónur á mánuði í eitt ár. Þó svo ég hefði ekkert þarfara að gera við peningana en að styrkja svona samtök þá finnst mér þetta fráhrindandi nálgun. Af hverju bað hún mig ekki bara að styrkja þá um 1000 krónur og málið er dautt.

Af öðru ber það helst til tíðinda að ég á bágt með að trúa að nokkur verslun á landinu hafi hækkað verð meira heldur en Samkaup-Strax á Djúpavogi. Ég keypti litla plastpoka (svona fyrir samlokur) og þeir kostuðu litlar 400 krónur. Tannkremstúba kostar 675 kr. og 500g af Skyr.is sem rennur út daginn eftir kostar 300 krónur. Geri aðrir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband