Áramótin

Þá er þessi dásamlegi dagur runninn upp.

Eftir því sem ég eldist þá finnst mér alltaf meira og meira svekkjandi að geta ekki haft þennan dag "út af fyrir mig".

Mér leiðast áramótabrennur og flugeldarnir eru ekkert sérstakir (eða jújú, þeir eru fínir).

Hins vegar það bara þannig að það sem mér finnst mest spennandi við þennan dag, er sjónvarpsdagskráin. Nú held ég að ég geti seint talist til sjónvarpssjúklinga en dagskráin á þessum degi er bara sérsniðin fyrir mig.

Mig langar að liggja yfir Kryddsíldinni en fæ samviskubit yfir að hanga yfir sjónvarpinu í svo langan tíma á hábjörtum degi.

Ég er alltaf jafn svekktur þegar mér er argað á einhverja brennudruslu þegar svipmyndir af innlendum og erlendum vettvöngum* er að byrja í sjónvarpinu. Hvernig stendur annars á því að RÚV þarf alltaf að sýna svipmyndir af innlendum vettvangi á undan (kl. 20:30) þegar þeir vita að akkúrat þá er verið að kveikja í vel flestum brennum á landinu. Þegar brennu síðan líkur er svipmyndunum við það að ljúka og maður þarf að láta sér nægja að horfa eingöngu á erlendar svipmyndir. Hvernig væri nú að svissa þessu?

Annars er ég nú bara að grínast með að ég þoli ekki brennu og flugelda. Mér finnst hvorutveggja alveg ágætt.

Svo getur maður getur séð alla þessa dagskrá á nýársdegi.

Hvurslags eiginlega bloggfærsla var þetta?

Gleðilegt ár og til hamingju með daginn Jakó mín.

 

*Villupúkinn fann eitthvað að þessari beygingu minni. Mér er andskotans sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu öllu besti sjónvarpsdagur ársins og skemmtilegasti.  Gráta og klökkna.  En ég fann upp skemmtilegt ráð við þessu með fæugeldana og brennurnar.  Láta þær fara í taugarnar á sér og gera hróp að öllum sem hafa gaman af þessu,  hreyta ónotum í fólk og fussa og sveija. ´Nú er það svo komið að ég er rekinn í burtu þegar þetta allt byrjar og þá get ég með góðri samvisku hoft á innlenda og erlenda annálinn,  kveðjuna frá Ríkissjónvarpinu og þegar nýtt á byrtist á skjánum þá kemur nýja árið hjá mér einum hjá sjónvarpinu mínu.

Gleðilegt ár

Þröstur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband