Endurnýjun?

Hvaða endurnýjun felst í nýju ríkisstjórnarsamstarfi sem samanstendur af flokki sem er nýbúinn að gera upp á bak í nýfallinni ríkisstjórn annars vegar og flokki sem er troðfullur af eldgömlum kommúnistum hins vegar?

Mér brá satt að segja skelfilega í brún er giskað var á sætaskipan í nýrri ríkisstjórn, þar sem Kolbrún Halldórsdóttir var sögð líkleg sem næsti umhverfisráðherra og Steingrímur J. sem fjármálaráðherra. Þá á Ögmundur Jónasson að setjast í stól heilbrigðis- og félagsmálaráðherra og Lúðvík Bergvinsson í stól dóms- og kirkjumálaráðherra... Þvílíkur hópur! Ekki skánaði það þegar sagt var að Össur Skarphéðinsson tæki að sér einhver óteljandi ráðherrasæti.

En ef þetta er virkilega það sem þarf til að koma Seðlabankastjórninni frá, þá so be it.

Skásta fréttin í dag var sú að Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, gaf út hvalveiðikvóta til næstu fimm ára. Hann fær hrós fyrir það.

 


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verður ekki verandi á þessu landi ef kolbrún halldórsdóttir verður umhverfisráðherra,,,allt bannað og allir að bíta gras

gummi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband