Ædol og menntamálaráðherra

Það var nú gaman að sjá Hönnu Lísu, Djúpavogsbúa, komast áfram í Ædolinu í kvöld. Hins vegar var sárt að sjá Berglindi ekki komast áfram. En svona er nú lífið.

Nóg um það.

Það er ennþá sárara fyrir menn eins og mig, sem eiga það til að nördast við að spá í hljóði og öðru eins tengdu tónlist, að hlusta á þá hörmung sem átti sér stað í Ædolinu í kvöld. Það var engu líkara en að einum míkrófóni hafi verið stillt yfir hljómsveitinni og hann látinn nægja. "Sándið" í heild sinni, þ.e. samspil milli hljómsveitar og söngvara var reyndar nákvæmlega eins og við var að búast. Tæknimenn Stöðvar2 hafa aldrei kunnað og munu sennilega aldrei kunna að hljóðblanda. Þetta virtist vera bras allt kvöldið því sándið var aldrei eins í neinu laganna, og endalaust verið að hækka og lækka, ýmist í einhverjum í hljómsveitinni, eða bara söngvaranum sjálfum.

Við skulum vona, þó það sé nánast borin von, að menn læri nú af reynslunni og reyni að hafa hljóðið aðeins skárra næst en ekki þannig að hljóðið í söngnum sé þurrt og flatt og hljómsveitin sé eins og hún sé úti í næsta herbergi og langt í næsta hljóðnema.

Að öðru.

Það er nú ekki hægt að klára þessa bloggfærslu án þess að minnast á stórkostlegt, jafnvel stórbrotið útspil hæstvirst menntamálaráðherra til að bjarga okkur frá kreppunni. 

Aukin útgjöld úr ríkiskassanum (af því að hún fann einhverja peninga ofan í skúffu sem samkvæmt öllu áttu ekki að vera til) til listamanna er sannarlega skotheld leið til að bjarga hag heimilanna í landinu.

Svo ég vitni nú orðrétt í frétt þessu tengdu:

[Katrín segir að...] staða flestra listamanna sé mjög erfið um þessar mundir enda fáir bakhjarlar lista með bolmagn til þess að styðja við bakið á þeim. 

= Snilld.

Já, þeim er sannarlega vorkunn. Annað en hinum aumingjunum í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband