U2 og Bítlarnir

Ég heyrði fyrir stuttu í útvarpinu hinn yfirlýsingaglaða Ólaf Pál Gunnarsson lýsa því yfir að hljómsveitin U2 væri yfir það heila merkilegri hljómsveit en Bítlarnir sökum þess hvað þeir hafa afrekað á þeim tíma sem þeir hafa verið starfandi.

?

Hvern andskotann er hann að meina ?

Hljómsveitin U2 er búin að vera starfandi síðan 1976, eða í 33 ár. Á þessum 33 árum hafa þeir gefið út 11 breiðskífur sem flest allar eru mjög góðar. Það er ein plata á 3ja ára fresti. Taka verður þó með í dæmið að fyrsta platan, Boy, kom ekki út fyrr en 1980, þannig í raun eru þetta 11 plötur á 29 árum.

Bítlarnir voru starfandi á árunum 1960 - 1970 eða í 10 ár.  Á þessum 10 árum gáfu þeir út 13 plötur sem að mínu mati eru allar miklu betri en plötur U2. Fyrsta plata Bítlanna, Please please me, kom þú ekki út fyrr en árið 1964 þannig í rauninni eru þetta 13 plötur á 6 árum, meira en tvær plötur á ári. Þess fyrir utan liggur eftir þá óteljandi magn af aukaefni sem næði til að fylla fleiri tugi platna.

Báðar eru þessar hljómsveitir frábærar og hafa gert / gerðu stórkostlega hluti á ferli sínum. 

Mitt álit er þó það að ekki eigi að bera nokkra hljómsveit saman við Bítlana, ekki einu sinni Stones því það eru of ólíkar hljómsveitir.

En í guðanna bænum ekki reyna að halda fram að einhver hljómsveit hafi gert meira á sinni starfsævi en Bítlarnir náðu að afreka á þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður

Please please me kom út 22 mars 1963

í dag er 22 mars 2009

1963 - 2009 = 46 ára í dag

Þröstur (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Bítlarnir hættu í ágúst 1969.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Skemmtileg tilviljun frændi!

Þakka þér fyrir Jens. Rétt skal vera rétt.

Ólafur Björnsson, 22.3.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Mikið rétt Ólafur.  Þetta er ekki sambærilegt, það verður bið á því að nokkur tónlistarflytjandi komist með tærnar þar sem Bítlarnir höfðu hælana hvað varðar afköst og gæði.

S Kristján Ingimarsson, 22.3.2009 kl. 22:21

5 identicon

Sú Ellen fara nú langt með það að slá út Bítlana.

Óskar Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Fyrstu plötur Bítlana voru leiðinlegar og síðustu plötur U2 hafa verið viðbjóður.

Hvorug þessara sveita eru merkilegar að mínu mati.

Hvað var mikið af þessum lögum á fyrstu plötum Bítlana cover lög...... sé ekki hvað er svona merkilegt við það......

Örugglega ágætt að Bítlarnir hættu, þeir hefðu væntanlega lent í draslinu eins og Stones.

Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt er hvað U2 hefur vaxið í vinsældum með lélegum plötum.

Þórður Helgi Þórðarson, 23.3.2009 kl. 09:50

7 identicon

Skil ekki þennan heilagleika í kringum Bítlana, þess eðlis að engin hljómsveit fyrr eða síðar muni komast í hálfkvisti við þá.  Vissulega voru þeir réttir menn á réttum stað á sínum tíma en margar hljómsveitir ekki síður merkilegar.  U2 eru búnir að vera best band in the world meira og minna frá Joshua Tree, mistækir en koma alltaf aftur.  Stone Roses platan betri en nokkur Bítla plata, Rolling Stones yfirhöfuð skemmtilegri hljómsveit og svo mætti lengi telja.   Reynum að komast út úr þessi Bítla huliðshjálmi.

Önnur sveit er þó mesti viðbjóður seinni tíma eða Coldplay. 

Gunnar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er nú svo Gunnar minn með þá, sem telja Bítlana ómerkilega, að þeir halda að Bítlarnir hafi bara sungið um Eight days a week o.þ.h.

Það var aðeins meira og merkilegra sem gerðist síðustu 5 árin á þeirra ferli.

Ég beit þessa þrjósku í mig í nokkur ár, að halda því fram að Bítlarnir væru ofmetnir. Boy, I was wrong.

Stone Roses voru hins vegar frábærir, það má ekki taka af þeim.

Ólafur Björnsson, 23.3.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband