Sýndarvinir

Hvað í fjandanum gengur mönnum til með öllu þessu Mæspeis og Nettlogg fári? Þetta virðist engan endi ætla að taka og menn eyða mörgum klukkustundum á dag í að sinni sínu heimasvæði á þessum satans svæðum. Það skal þó viðurkennast að þegar þetta MySpace var komið vel á veg hér á landi þá að sjálfsögðu skráði ég mig í þetta og taldi þetta stórsniðuga hugmynd til þess að halda sambandi við vini sem maður hafði ekki hitt í langan tíma og eins bara daglega vini mína. En sú snilld var nú fljót að breytast í rugl.

Þetta var voðalega gaman fyrst, alltaf einhver að biðja mann um að vera vinur manns og maður leitaði sveittur að einhverjum sem maður þekkti einhverntíma til að biðja þá að gerast Mæspeis vinur manns. Þegar fólk sem ég hafði aldrei heyrt um eða allavega ekki talað við, en þó vitað af, var farið að beiðast eftir vinskap þá fannst mér nóg komið og þá held ég að ég hafi verið búinn að sinna mínu mæspeis svæði í rúman mánuð. Síðan þá hef ég ekki snert þetta. En ég er alltaf að sjá í póstinum hjá mér ótrúlegast fólk að biðja mig um að "adda" sér sem vinum mínum (maður fær sko sent ímeil á netfangið sitt ef einhver leitar til manns). 

Nei, takk. Svona sýndarveruleikadrasl sem virðist heilla alltof marga (heillaði mig reyndar en þó bara í mjög stuttan tíma) er að hertaka þessa jörð. Sýndarvinir... er það ekki svoldið kjánalegt? Að eiga agalega góða vini sem maður hefur kannski aldrei hitt eða yrt á?

Það getur verið að ég sé bara svo leiðinlegur að ég kunni ekki á svona netvinasístem. Eða að ég eigi ekki nógu marga vini til að þetta sé eitthvað sport. Ég var kominn í 84 vini þegar ég hætti að sinna þessu en það eru margir sem eiga 3-400 vini. Þeir heppnir. Hljóta líka að vera rosalega skemmtilegir af því að þeir eiga svo marga svona góða vini.

Svo virðist Nettlogg vera nýjasta æðið. Virkar alveg eins og Mæsepeis en er bara flóknara og óaðgengilegra. Vona að það heilli einhverja.

Bæ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg sammála þér með myspace.. en ég hef hins vegar uppgötvað facebook sem er tær snilld.. en algjör tímagleypir..!!

Árún (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband