Þetta er með ólíkindum

Að í jafn upplýstu samfélagi og því íslenska er með ólíkindum að það skuli ennþá finnast svona hálfvitar sem ekki geta fylgst með veðurspá, þó að búið sé að vara við þessu veðri í marga daga.
Það er ekki eins og þetta séu 2-3 bjálfar, heldur eru þau 11. Svo treysta þau náttúrulega bara á að fleiri tugir björgunarmanna hætti lífi sínu við að bjarga þeim við stórhættulegar aðstæður. 


mbl.is Unnið við erfiðar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Sammála þér. Ef hægt er að svipta fólk leyfi fyrir að aka bíl sem fer á of miklum hraða að þá finnst mér að svona athöfn sé full ástæða til leyfissviptingar.

Hagbarður, 30.12.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þarna er ég ekki sammála.  Það er svo margt sem getur hafa komið uppá.  Þetta átti að vera dagsferð hjá þeim og þá var verður ágætt það fór ekki að versna fyrr en í nótt.  Það er svo margt sem getur hafa komið uppá sem tafði för með þessum afleiðingum. ´

P.S Ég veit um aðila sem eru að leggja í ferð upp á jökul til að ná í bíl þessara manna. 

Þórður Ingi Bjarnason, 30.12.2007 kl. 12:06

3 identicon

Þeir ættu bara að geta haldið sig inni á þessum árstíma og gert þetta seinna, t.d. þegar ekki er spáð storm viðvörun. Fólk ætti að vita að veðurspá sunnudagsins getur skollið á degi fyrr þessvegna. Það er yfirleitt ekki varað við stormi hér á landi að óþörfu þrátt fyrir að veðurspár geti verið æði misjafnar.

Fólk ætti að láta skynsemina ráða og vera heima í stað þess að þykjast vera töff og skella sér uppá jökul nokkrum sólahringum fyrir storm. Dagsferð eður ei, þá ættu þeir að geta gert sér grein fyrir því að ef eitthvað skeður myndu þeir enda í miðjum storminum nema þessir menn sjái ekkert nema að skemmta sér. Það ætti bara að leyfa þeim að dúsa þangað til veður lægir þar sem að ekkert er að hjá þeim.

Tjásan (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:12

4 identicon

Nokkrum klukkutímum átti þetta að vera, en ekki sólahringum*

Tjásan (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:13

5 identicon

Bíddu við, þessu verð ég að svara með spurningu á móti.

Hvað gæti hafa komið upp á þar sem ALLIR sjö bílarnir urðu óökufærir? Menn hljóta að sjá í hendi sér að betra er að ferja fólk niður á færri jeppum í góðu veðri en að  bíða eins og (afsakið orðbragðið) FÁVITAR eftir aftakaveðri svo það sé hægt að stofna FLEIRI lífum í hættu við að þurfa að sækja viðkomandi. Ef liðið kemst í einn bíl til að bíða eftir björgun ætti það líka að hafa komist í einn bíl til að koma sér niður af jökli meðan veður var  ennþá skaplegt. 

Og þarf fólk ekki líka að gera RÁÐ fyrir því að eitthvað geti komið uppá? Og þá kannski hreinlega sleppt því að fara uppeftir deginum áður en einu versta veðri ársins var spáð?

Í svona ótrúlega heimskulegum tilvikum ætti ekki að vera nein spurning um að fólk eigi að bera sjálft kostnaðinn af björguninni.. alveg út í hött að samfélagið og björgunarsveitirnar sjálfar eigi að þurfa að borga fyrir svona hreinan asnaskap. 

Vælan (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þórður Ingi...
Þá eiga menn bara að taka "þessum afleiðingum".

Ólafur Björnsson, 30.12.2007 kl. 12:17

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það á að rukka þetta lið umandvirði stærsta fjölskyldupakkans, eða stærstu tertunnar. þetta fokking jpepalið. á ég að versla við björgunarsveitirnar fyrir svona hálfvita?

Brjánn Guðjónsson, 30.12.2007 kl. 13:10

8 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Þórður Ingi skrifar:

"Þarna er ég ekki sammála.  Það er svo margt sem getur hafa komið uppá.  Þetta átti að vera dagsferð hjá þeim og þá var verður ágætt það fór ekki að versna fyrr en í nótt.  Það er svo margt sem getur hafa komið uppá sem tafði för með þessum afleiðingum"

Nákvæmlega, það er svo margt sem getur komið upop á í jöklaferðum !

Nákvæmlega þessvegna hefðu þau aldrei átt að leggja í þessa ferð í fyrsta lagi.

Vona bara að allir komist heilir heim, en 4x4 klúbbnum er nú bara ekki stætt á öðru en að versla alla sína flugelda hjá björgunarsveitunum, eru það ekki jú þeir og aðrir slíkir klúbbar sem hvað oftast þurfa á aðstoð þeirra ?

Ívar Jón Arnarson, 30.12.2007 kl. 13:34

9 identicon

Jeppa fólk upp til hópa er ekki fávitar rétt eins og pólverjar eða múslímar, inn á milli eru fífl sem skemma fyrir hinum.

Ég sem er ekki búsettur á Íslandi vissi af þessum stormi, fólk hlýtur að skoða veðurspá áður en að það heldur uppá jökul ? Kannski að Ólafur Ragnar hafi verið búinn að setja 38" undir læðuna og þar með eru allir vegir eða vegleysur færar.

Vonandi fer þetta bara vel og ekki væri verra ef að fólk lærði af þessu.

Ingþór (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband