Vatnsskarðið lætur ekki að sér hæða

Það eru víst orð að sönnu. Á meðan fréttir bárust af ofsaveðri... yfir 40 metrum á sekúndu fyrir sunnan þá fóru hviður yfir 90 m/s á Vatnsskarði.

Nú er ég borinn og barnfæddur Borgfirðingur eystri (fyrir þá sem ekki vita þá þarf að fara yfir Vatnsskarð til komast þangað). Ég hugsa að margir taki undir með mér þegar ég segi að á Borgarfirði finnur þú lang mestu sviptingar sem fyrirfinnast í íslensku veðri. Hvergi annars staðar á Íslandi verður jafn brjálað veður, þegar veðrið verður vont og hvergi á Íslandi verður jafn gott veður, þegar veðrið verður gott eins og á Borgarfirði eystri.

Það er nú bara svoleiðis. 


mbl.is Vindur yfir 90 metrar á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara svoleiðis, við Borgfirðingar verðum alltaf að vera á toppnum allstaðar nema hvað varðar rigninguna, það rignir hvergi meira en á Fáskrúðsfirði......

Halli (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

og Djúpavogi... (nú verð ég drepinn)

Ólafur Björnsson, 30.12.2007 kl. 21:54

3 identicon

Ég telst kannski ekki með en ég held að ég hafi vinninginn ( ef það eitthvað til að státa sér af).

Hér rigndi um 250 daga í fyrra og nýtt met sem voru 86 rigningadagar í röð, verið þið ekkert að kvarta.

Ingþór (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Helvítis Norðmenn.. halda alltaf að þeir beri höfuð og hreðjar yfir aðra.

Annars er víst ansi blautt yfirleitt þarna í Bergen, það er maður allavega að heyra 

Ólafur Björnsson, 30.12.2007 kl. 23:11

5 identicon

Enda hef ég alltaf sagt það þegar skítapakkið hérna í keflavík er að kvarta yfir vondu veðri.......það er ekki vont veður fyrr en hús fara að fjúka eins og heima hja mér í gamla daga hihi.  30metrar´á sekúndu er bara gola

Heiða táknmálspía. (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Andrés Skúlason

Já, Óli minn, ég man þá tíð í firðinum heima að það var ekki alltaf alveg lognið.
Það held ég að það sé rétt hjá þér að það er fátt sem að toppar verstu stórviðrin á Borgarfirði, ég hefi a.m.k. aldrei upplifað jafn mikið rok þau ár sem ég hef búið hér á Djúpavogi og ég upplifði í nokkur skipti á Borgarfirði í þá daga er ég bjó þar.  Það var reyndar meira en rok, held að það hafi frekar verið nær fellibylstiginu.
Ég man þó eftir einum vindasömum degi hérna á Djúpav. en þá fauk m.a. fjárhúsið hans Helga gamla í Sólheimum hér yfir götuna í Borgarlandinu og járnplöturnar úr því fuku hér eins og skæðadrífa inn eftir götunni og alveg ótrúlega mildi að ekki hlaust slys af.
 

Andrés Skúlason, 31.12.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband