Harkalegar aðgerðir

458311AÉg er nú vanur að standa með lögreglu í flestum svona málum, en eftir að hafa séð myndir og myndbrot af aðgerðum þeirra getur maður ekki annað en verið hneykslaður.

Gott og vel, mótmælendur höguðu sér að sjálfsögðu eins og bjánar, með öskrum og látum, eggjakasti (sem mér finnst nú reyndar sárasaklaust) og fleiru. Grjótkastið fannst mér langverst, allavega það myndbrot sem sjá má inn á mbl.is þar sem lögreglumaður fær vænan hnullung í hausinn.

Það breytir því þó ekki að það eru fjölmörg myndbrot í gangi af því þegar lögreglan bregst allt of harkalega við. Piparúðanum virtist spreyjað af "GAS!-manninum" bókstaflega út í loftið og hann virtist ekki spá á nokkurn hátt í því hvert hann var að spreyja og yfirleitt var engin ástæða til að beita úðanum. 

Það er nú reyndar svo að maður ætlast nú til þess að lögreglan geti þolað svívirðingar og blótsyrði, enda ættu lögreglumenn að vera því nokkuð vanir. Þú klæðist ekki þessum galla ef þú síðan handtekur hvern þann sem kallar ókvæðisorðum að þér en margoft mátti sjá lögregluna handtaka menn fyrir það eitt að vera með "kjaft".

En auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum. Þolmörkin eru eðlilega ákveðið há og eðlilegt að lögregla bregðist við þeim óeirðum sem mynduðust í dag. Hins vegar fór lögreglan og "óeirðasveitin" hans Björn Bjarnasonar langt yfir strikið í dag.

Talandi um Björn Bjarnason. Hann var í viðtali bæði á RÚV og Stöð2 í dag og lýsti því yfir að aðgerðir lögreglu hafi verið með öllu réttar og réttlætanlegar. Hún hafi brugðist rétt við í einu og öllu og sýnt mátt sinn og megin. Þó bætti hann því við í lokin að hann hefði reyndar ekki séð neinar myndir af atburðum dagsins og lítið af þeim frétt nema af afspurn. Skeit í stuttu máli ærlega upp á bak og það ekki í fyrsta skipti.

Geir Haarde var í útlöndum, eins og hans var von og vísa. 

Ætlunin var að setja hér fyrir neðan myndband sem sýnir aðgerðir lögreglu, en einhverra hluta vegna segir bloggkerfið mér að slóðin á myndbandið sé ekki rétt, sem er mjög dularfullt og mér að öllu óskiljanlegt. Spurning hvort að lögreglan hafi beðið mbl.is að koma í veg fyrir að myndbandinu yrði dreift hér.

Bein slóð á myndbandið er allavega hér.


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband