Nokkur atriði varðandi leikinn

anelka_petit2Að þessum fína leik loknum er eftirfarandi ljóst:

1. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera Chelsea maður

2. Nicholas Anelka toppaði sorglegasta knattspyrnuferil sögunnar í kvöld

3. Christiano Ronaldo þolir ekki pressu

4. Drogba er bjáni ( ef einhver hafði efast um það fram að atvikinu heimskulega )

5. Það hlýtur að vera hressandi að vera Man Utd maður í dag

6. Christiano Ronaldo þolir ekki pressu

7. Drogba er bjáni 

 


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þolir ekki pressu ?  Maður sem skoraði frábært mark í leiknum og 42 á tímabilinu.  Áttu annan betri ?

jj (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:17

2 identicon

jj er týpískur man u áðdáandi sem getur ekki og mun aldrei geta séð neinn veikleika í mönnum sem spila undir merki man u.

freyr (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Svör við hverjum lið...

 1.. Já ég efa það ekki að það hlýtur að vera hræðilegt að vera Chelsea maður eftir þetta. Alltaf súrt þegar svona leikir enda í vítaspyrnukeppni og einhver einsog Terry klúðrar svona.

2.. Anelka er einn sem maður getur oft nefnt að sé ofmetinn leikmaður. Hann er betri en ég þannig að ég get lítið sagt.

3.. Uh kanski ekki en ég svara betur seinna.

4.. Drogba er kanski ekki bjáni en hann hagaði sér sem slíkur áðan... Líkt og flestir sem í þessum hóp voru og klæddust bláu. 

5.. Já það er mjög mjög hressandi

 6.. Það getur vel verið að Ronaldo hafi mætt þarna pressu en þetta er ekki mesta pressa sem hann hefur lent í. Hann var reyndar ekkert í svakalegri pressu þar sem þetta var bara enn eitt vítið sem hann þurfti að skora úr á ferlinum... Terry hafði aftur á móti pressu á sér en var mjög mjög mjög mjög óheppinn.. þoldi pressuna og vítið var mjög vel útfært... óheppni að renna bara...

Ég man þegar Ronaldo kom til liðsins. mér leist ekkert á þetta... hann bara hljóp og hljóp enn nú hefur hann þroskast mjög mikið og kann vel að spila enkann bolta... Þessi vítaspyrnukeppni mun bara setjast á reynlsu "BUNKANN" hjá honum og í næsta úrlsitaleik í Meistaradeildinni að ári þá verður hann reynslunni ríkari og klúðrar ekki svona.... 

7. Drogba var rangur maður á röngum stað á réttum tíma (fyrir United menn líkt og mig) 

Stefán Þór Steindórsson, 22.5.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Svar við svari á spurningu 6. : Þarna er ég sammála þér, Ronaldo er náttúrulega ungur og þekkir ekki svona stóra úrslitaleiki nógu vel. Það er ástæðan fyrir því að hann þolir ekki pressu. Þessi pressa sem hann var undir í gær gerir það að verkum að hann á eftir að þola pressuna betur í næsta stóra leik.

Hins vegar...

Það sem ég meinti í raun með þessu er að Ronaldo er yfirleitt aldrei góður í stórum leikjum. Það er allavega mín skoðun eftir stóru leiki Man Utd í vetur. Hann hverfur yfirleitt. Reyndar var hann mun sýnilegri í þessum leik heldur en öðrum stórleikjum í vetur og skoraði frábært mark.

Ólafur Björnsson, 22.5.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held þetta sé flest rétt sem þú segir. Hvað Ronaldo varðar, hann spælir ekki Cech eins og aðra markmenn. Cech einfaldlega sá við honum enda frábær markmaður. Menn hitta alltaf ofjarla sína einhvern tíma á lífleiðinni. En hvað um það, það er bara frábært að vera Manchestermaður í dag.

Víðir Benediktsson, 22.5.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband