Misjafn smekkur manna (og barna)

Hilmir að horfa á EmilSonur minn er svolítið sérkennilegur að einu leyti. Sem betur fer er hann ekki líkari mér en svo að hann er bara sérkennilegur að einu leyti. Þessi sérkennilegheit líta að barnaefni.

Hann hefur engan áhuga á teiknimyndum og hefur aldrei viljað horfa á þær. Það næsta sem kemst að teiknimynd sem hann sýnir áhuga er Bubbi byggir. Hann hefur svolítinn áhuga á honum en ekki meiri en svo að hann er hættur að horfa eftir tíu mínútur. Það þýðir t.d. ekkert að planta honum fyrir framan morgunsjónvarpið því þar eru sýndar eintómar teiknimyndir.

Þegar ég segi frá þessu, heyrist; "Jújú hann á eftir að fá áhugann, minn krakki byrjaði ekki að hafa gaman af barnaefni fyrr en þriggja ára.." og svo fram eftir götunum. Það má ekki misskilja þetta þannig að ég hafi áhyggjur af þessu, síður en svo. Hann er mikill áhugamaður um barnaefni. Bara ekki teiknimyndir.

Hann getur setið stjarfur tímunum saman yfir Emil í Kattholti, Línu langsokki, Saltkráku og eiginlega flestu eftir Astrid Lindgren. En efnið verður að vera leikið. Annars hefur hann ekki áhuga. Hann situr stjarfur yfir Stundinni okkar og Krökkum á ferð og flugi en missir áhugann þegar teiknimyndir taka við.

Það nýjasta er að hann situr dáleiddur yfir Spaugstofunni. Hún er það skemmtilegasta sem hann veit fyrir utan Astrid Lindgren myndirnar.

Hann er tæplega tveggja ára. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að honum finnist teiknimyndir fyrir neðan sína virðingu.

Það er sem ég segi: Hann er misjafn smekkur manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hann er svo yndislegur þessi elska það eru bara ekki öll börn sem hafa gaman af teiknimyndum...þeir eiga það þá sameiginlegt þeir frændur að þeim finnst Emili, Lína og þetta allt saman mun skemmtilegra teiknimyndirnar í dag eru líka bara margar hverjar svo ljótar.....

kveðja
Heiða 

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Dagur Björnsson

hefurðu prófað að láta hann horfa á Simpsons? Virkar það ekki alltaf?

Dagur Björnsson, 31.10.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er teiknimynd svo það virkar ekki....

Svo verður að vera töluð íslenska.

Ólafur Björnsson, 31.10.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband