Sandkassaleikur

Jæja, sennilega verður ekkert hjá því komist að blogga um ástandið.

Mér ofbíður einfaldlega svo þessi sandkassaleikur sem aðalhausarnir í þessu landi eru að leika núna. Í stað þess að sína samstöðu í að efla ímynd þjóðarinnar og koma á fjárhagslegum stöðugleika, þá standa ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið í vísifingursbendingum og ábyrgðafirringu. 

Davíð steig vasklega fram í morgun og hóf enn eina skothríðina til að gera allt vitlaust í þjóðfélaginu, hafi það nú ekki verið orðið nógu vitlaust áður. Af í hverju í ósköpunum getur þessi maður ekki bara einbeitt sér að því sem skiptir máli og hætt þessum endalausu tilraunum til að fegra sig og sína? Geir svarar síðan gagnrýni Davíðs á ríkisstjórnina eins og bjáni til þess að styggja ekki kónginn og vísar ábyrgðinni á bankana, að sjálfsögðu.

Á meðan svarar Ingibjörg Sólrún gagnrýninni fullum hálsi og Öskur einfaldlega valtar yfir seðlabankastjórnina í heild, í raun það eina gáfulega sem út úr honum hefur komið síðan hann steig í ráðherrastólinn. 

Það er alveg ljóst að hvort sem Davíð bera ábyrgð á ástandinu eður ei, þá verður einfaldlega koma honum frá völdum svo hann haldi ekki áfram að leika leiki eins og í morgun, haldandi það að hann sé "ennþá" kóngurinn. Svo er reyndar ekki.
mbl.is Ábyrgðin liggur hjá bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúú ert kóngurinn..!

Ymmi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þú áttir kollgátuna.... ég er kóngurinn.

Ólafur Björnsson, 20.11.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband