Er Sigurður G. Guðjónsson andvaka?

"Eru samvinnumenn aðrir en Finnur andvaka?"...

.. var yfirskrift greinar sem Sigurður G. Guðjónsson birti í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þar talar hann með hneykslan um spillingu innan Samvinnutrygginga og að þeir 30 milljarðar sem áttu þar að vera til séu gufaðir upp.

Í Íslandi í dag í kvöld sá ég Agnesi Bragadóttur jarða Sigurð G. Guðjónsson sem í raun er ekkert skárri en Finnur og félagar í Samvinnutryggingum. Það var í raun alveg sama hverju hann reyndi að stama upp úr sér, áður en hann náði svo mikið sem að klára heila setningu var Agnes búinn að jarða hann jafnóðum.

Hvort sem fullyrðingar Sigurðar varðandi Samvinnutryggingar eru sannar eður ei - og ég hef í raun enga ástæðu til að rengja hans málflutning þar - þá er ljóst að menn eiga ekki að vera að kasta steinum úr glerhúsi.

Hann er, hvað sem öðru líður, gjörsamlega búinn að skíta upp á bak.

En ætli hann sé andvaka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband