Færsluflokkur: Spaugilegt
17.4.2008 | 23:53
Hver hefur ekki lent í þessu?
Hver hefur nú ekki lent í því að vakna með hníf í bakinu eftir ærlegt fyllerí?
Þetta minnir mig á kunningja minn einn sem var svo mikið hörkutól, að einu sinni gekk ísbjörn á land... og hann át hann.
Hann heyrðist heldur aldrei kvarta yfir því.
Vaknaði með hníf í bakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2008 | 18:09
Þetta er magnað
Ok... þetta er ekki svona hrekkjudæmi eða neitt því líkt. Ég er fyrir löngu orðinn leiður á öllum sjónhverfingamyndum enda búinn að rýna meira á svoleiðis heldur en góðu hófi gegnir.
Þetta er hins vegar magnað. Ég hef ekki séð sjónhverfingamynd þessari líkri. Ég var einfaldlega orðlaus þegar ég var búinn að horfa á hana og sjá hvað hún ruglar í hausnum á þér.
Svona er þetta:
1) Horfðu stíft á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.
2) Horfðu nú á sléttan vegg og deplaðu augunum hratt.
Hvað sérðu?
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)