25.6.2007 | 20:54
Herferð
Ég þarf ekkert að leyna áhyggjum mínum af áhugaleysi sem virðist einkenna þessa síðu. Áhugaleysi mitt til skrifa er svolítið en áhugaleysi þeirra fjölmörgu fastagesta sem ég hef haft í gegnum bloggtíð mína sem spannar ein 5-6 ár er gríðarlegt og ástæða til að hafa miklar áhyggjur af. Eftir að ég flutti af www.simnet.is/jeremy hefur allt verið á niðurleið, eins og ég var svosem búinn að spá. Wordpress var ekki að meika það og nú virðist enginn vita af þessari síðu nema Erla, Ýmir og Ingþór. Ekki það að þau séu eitthvað ómerkileg, nema síður sé, enn mér þætti gaman ef gamlir fastagestir færu nú að gera vart við sig.
Því ákvað ég í kvöld að fara í smá herferð. Ég er með linka á nokkuð marga af þessum fastagestum og hef gert formlega innreið í gestabók þeirra og ákveðið að pressa á þá að uppfæra linkinn minn sem þeir hafa á síðum sínum en hann er ýmist stílaður á simnet eða worpress. Ef þessi herferð á ekki eftir að hafa áhrif er spurning hvort mál sé að linni.
Einn minna eftirlætis fastagesta hefur ekki látið heyra í sér í einhver ár. Þá er spurning hvort leyfilegt sé að kalla hann fastagest. Magnús Jónsson sem er háskólamenntaður andskoti og með sjálfsagt alltof há laun var manna duglegastur að kommenta á skrif mín og pressa á mig ef engin voru skrifin í einhvern tíma. Ég auglýsi hér með eftir nærveru hans.
Ég ætla svosem ekki að nefna fleiri nöfn en taki þeir það til sín sem eiga.
Fleira var það ekki bili.
Gestabók.
Athugasemdir
Sæll frændi.. ég kíki alltaf við annað slagið og hef gaman af! :) blessaður!
Harpa Rún (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:08
Ég er oft búinn að upplifa þetta. Málið er að skrifa reglulega, þarft ekki einu sinni að skrifa, bara koma með eitthvað nýtt, t.d. "hvernig voru hægðirnar í gær" !
Þar ekki að vera flókið, bara að segja eitthvað. regla nr. 1. Skrifa reglulega.
Þú færð ekki komment í hverri og einni færslu en fólk les og það er málið.
Þegar að maður skiptir um blogg ruglast linkarnir og einvherjir tína manni, þannig er það bara.
Hvers vegna þarft þú að láta alla uppfæra linkinn þinn á síðunum sínum, það er vegna þess að það les þetta enginn því að það skrifað of lítið, Hvar eru tónlistarpistlanir ? Dallasblogg, myndir af Gumma í sólbaði - eða jafnvel þér berum að ofan, ég er nokkuð viss um að síðan tæki við sér með svoleiðis blogg.
Annars er þetta þitt blogg og ég les það alltaf, ég hef gaman af vitleysunni í þér. Ég er svo tæknivæddur að ég er með alla bloggarana sem ég les inni í www.google.com/reader sem er algjör snilld, þarf ekki að fara neinn blogg rúnt heldur kemur þetta bara til mín, öll uppfærð blogg koma eins og engill af himnum ofan.
Takk fyrir linkinn minn.
p.s. ég er með reit á blogginu mínu sem sýnir þær færslur sem mér þykja skemmtilegar þannig að ég vísa nánast alltaf á þig þegar að þú bloggar.
t.d. les tengdó alltaf allt sem ég vísa á. (áræðnilegar heimildir)
Með kveðju.
www.ingthor.com
Ingþór (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:03
hellú
ég kíki hérna daglega :) enda er ég ekki háskólamenntaður andskoti með há laun eins og maggi. hef allann heimsins tíma til að hanga á netinu og gera ekki handtak. plús það þá ertu með fyndnari mönnum sem ég þekki.
búin að breyta linkinum á minni síðu. bregst fljótt við svona beiðnum hahaha
kveðja úr keflavíkinni í sól og blíðu
Heiða borgfirðingur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:34
Sæll Rauðhaus
Ástæða þess hve heimsóknum hefur fækkað er að ég hef verið í sumarfrí/fæðingarorlofi... Ég því verið upptekin, eitthvað sem hendir mig sjaldan þegar ég er að vinna
Mjónsson
Ps: Gaman af þessari reikningsþraut til að varna ruslpóst, maður verður hálf stressaður!?!?!
Maggi Jónss (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:46
Já ég fékk summan af níu og núll, ég svitnaði.
Ingþór (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:41
Ég er sammála... þessi reikningsþraut hefur vafist fyrir mörgum
Ólafur Björnsson, 28.6.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.