28.6.2007 | 19:39
Magnús Einarsson
Og ég sem hélt að erkihimbriminn hann Magnús Einarsson á Rás2 væri búinn að sýna allri heimsbyggðinni hversu mikill grasasni hann væri, þ.e. að það væri ekkert meira til að sýna. En hann toppaði sjálfan sig margfalt í morgun. Byrjaði á því að spila lag sem búið er að vera í spilun á Rás2 í tvo mánuði. Þegar lagið "Your love alone is not enough" kláraðist tilkynnti hann að þarna hefði hljómsveitin Manic Street Preachers flutt ásamt söngkonu sem hann kynni nú bara engin frekari deili á. Fyrir utan það að lagið hefur verið í spilun þetta lengi og hljómsveitin hefur alltaf verið kynnt ásamt söngkonunni, nafngreindri að sjálfsögðu, hélt ég einfaldlega að allir vissu hver Nina Persson úr The Cardigans væri. Hún hefur allavega hingað til verið talin með nokkuð sérstæða rödd og auðþekkjanlega. En hann náði nú samt ekki að átta sig á hver þetta væri.
Þetta undirstrikar allt sem ég hef verið að ræða og skrifa um Magnús Einarsson. Hann er engan veginn hæfur í þetta starf þar sem hann fylgist engan veginn nógu vel með og kynnir sér lög og flytjendur aldrei nógu vel. Nema ef eitthvað verksmiðjuframleitt köntrí frá Bandaríkjunum er í spilun. Þá getur hann frætt hlustendur óendanlega um einhverja ómerkilegustu tónlistarstefnu og ómerkilegustu tónlistarmenn heims. Auk þess er ást hans á Macy Gray þessa dagana óendanleg en hún var einmitt að senda frá sér eitthvað alversta efni sem hún hefur sett saman. Þá er hann gríðarlega hrifinn af öllum coverum og remixum, sérstaklega ef þau er mjög léleg. Spilaði út í eitt fyrir stuttu alveg vonlaust remix af Doors laginu Riders on the storm og virtist mjög hrifinn, þó hann væri sá eini á Rás2 sem spilaði það. Svo er eitthvað helvítis köntrí cover af Honky tonk woman sem hann spilar ósjaldan. Fari það í helvíti.
Til að undirstrika að hann fylgist ekki með má nefna að hann tilkynnti í morgun að Dúndurfréttir og Sinfó væru með tónleika um helgina, þótt það sé búið að auglýsa alla vikuna og ræða mikið á Rás2 að tónleikarnir fari fram í kvöld (fimmtudagskvöld) og á morgun. Í kvöld er ekki um helgina og varla annað kvöld heldur.
Ég hef kannski lítinn rétt á því að vera að skíta yfir menn á almannafæri en þessi maður stjórnar því á hvað ég hlusta alla virka morgna og mér finnst ég að ég megi hafa eitthvað að segja um það, þó það sem ég segi hafi í raun ekkert að segja.
Veriði sæl.
Athugasemdir
HA hA haha ha Ég veit ekki hvað ég á að segja, en þar sem þú fýlar Gest Einar í botn er smekkur okkar á útvarpsmönnum ekki eins, ég þekki þennan Magnús Einarsson ekki neitt, en sumt spilar maður ekki í útvarpi eins og "vonlaust remix af Doors laginu Riders on the storm " svoleiðislagað lætur maður eiga sig og spilar heima hjá sér ef að maður finnur þörf fyrir eyrnaverki.
Það er svo bannað að tala um Dúndurfréttir og Sinfó !
Ingþór (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:00
Ég tek undir allt sem þú skrifaðir. Það er augljóslega kostur að starfa á útvarpssöð eins og rás2 sem er ekki einkarekin, heldur á beinum afnotagjöldum og því get ég látið allt yfir ykkur ganga, það skiptir einfaldlega ekki máli !
Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:55
Þetta er eins og talað úr mínum munni, mér er nú tíðrætt um þennan þvagheila og ég verð hreinlega sótsvört í framan af reiði þegar ég byrja! Hvers vegna í ósköpunum er þessi maður með lengsta þáttinn á Rás 2? Fyrst þeir þurfa endilega að hafa þetta fífl á launaskrá þá mætti láta hann hafa hálftíma kántríþátt til dæmis aðfaranótt sunnudags, eða klukkan 7 á sunnudagsmorgnum, bara svo það þyrfti örugglega enginn að heyra í þessu viðrini! Það sem átti að vera smá komment stefnir nú í ritgerð...
Eitt enn, honum finnst Country Girl með Primal Scream greinilega besta tónsmíð sem hann hefur nokkurn tímann heyrt! Þetta er ömurlegasta laghelvíti sem hefur litið dagsins ljós, murrrrr ég fæ hroll!
Hvernig væri að starta undirskriftalista og reyna að ýta undir að mannhelvítið verði hreinlega rekið?
Hoffa (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 16:54
Ég verð fyrstur á undirskriftalista og svo elskar hann Country Girl og Hayseed dixie
Óli Bj. (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.