Sýnarbjánarnir

Ég ætlaði að vera löngu búinn að hvetja alla til að sýna samstöðu og kaupa ekki áskrift af enska boltanum á Sýn. Þetta svívirðilega verð er fyrir neðan allar hellur og forsvarsmenn Sýnar gera sig hvað eftir annað að fíflum með einhverjum fráleitum útskýringum á þessu verði. Reyndar eru þeir nú svo sniðugir á Stöð2 að þeir hafa aldrei tekið viðtal við forsvarmenn Sýnar nema að fá þá eina í settið, þannig að það sé enginn sem geti svarað þeim. Þá geta þeir svarað fyrir sig í rólegheitum án þess nokkur fái að koma með rök á móti.

Hins vegar braut Kastljósið þetta aðeins upp í fyrradag og fékk þá einn frá Sýn og svo áhugmann um enska boltann sem auk þess er hagfræðingur. Hann tók sig til og jarðaði Sýnarmanninn, enda þurfti kannski ekki mikið til, en Sýnarmaðurinn bullaði og þvaðraði um hluti sem áttu sé enga stoð í raunveruleikanum. Bar fyrir sig að Sýn væri nú líka að sýna frá ensku fyrstu deildinni en var samstundis jarðaður með þeim rökum frá hagfræðingnum að Enski boltinn (Skjárinn) hafi nú líka verið að sýna frá Ítalska boltanum í fyrra en hefðu samt náð að halda verði í lágmarki. 

Þess má til gamans geta að Sýn borgaði jafn mikið fyrir réttinn af enska boltanum og Danir, Norðmenn og Svíar til samans. Einhvern veginn verða þeir að koma réttu megin við núllið og þá er náttúrulega borðleggjandi að hækka áskriftina upp úr öllu valdi.

Ég nú skulum við sameinast um að kaupa ekki áskrift, rifja frekar upp gamla tíma og safnast saman á börum og hótelum og horfa þannig á leikina. Þá fer þessi okurstöð vonandi á hausinn og við fá enska boltann aftur á sanngjörnu verði.

Rassgat. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband