21.10.2007 | 01:04
Sviðamessa
Nú styttist óðum í hina árlegu Sviðamessu, sem haldin er á Hótel Framtíð. Annað árið í röð ætlar Tónleikafélag Djúpavogs að vera með tónlistarsýningu að áti loknu en í fyrra tók Tónleikafélagið fyrir árin 1970-1985 í íslenskri tónlist. Það heppnaðist mjög vel.
Í ár er þemað erlend músík frá 1965 - 1975. Allt frá Bítlunum til Bowie. Lagavalið er mjög fjölbreytt og að okkur finnst mjög fínt. Af lögum má nefna Lady Madonna (The Beatles), She's not there (Zombies), Heart of Gold (Neil Young), Time (Pink Floyd), Summer in the city (Lovin' spoonful), White room (Cream) og m.fl. Alls verður prógrammið rúmlega 20 lög.
Æfingar eru á fullu og mikil stemmning komin í mannskapinn.
Þetta verður snilld, látið sjá ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.