6.12.2007 | 14:24
Heimasíða Umferðarstofu
Ég fór í sakleysi mínu inn á heimasíðu Umferðarstofu til athuga hvaða sekt biði ökumanns sem æki á 180 km hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta var niðurstaðan:
Þín bíður ákæra & dómur
Það er ekkert annað. Ég staldraði við fyrsta orðið; "Þín". Meina þeir þá að mín bíði ákæra og dómur fyrir að hafa grennslast fyrir um þetta? Hvað veit maður? Væri nú ekki gáfulegra að orða þetta svona:
Ökumanns bíður ákæra & dómur. ?
Eftir að hafa áttað mig á að kannski var ekki vera að beina þessu til mín beint fór ég að skoða meira. Ef þú keyrir á 140 þar sem hámarkshraði er 90 færðu 90.000 sekt. Ef þú keyrir á 141 færðu 130.000 króna sekt. Það er dýr 1 km/klst.
Yfir 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þarna má sjá Hversu asnalegt kerfið er... ætti frekar að vera
100 - 10 þús
101 - 11 þús
102 - 12 þús
103 - 13 þús
ónafngreindur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:03
Mér finnst bara allt í lagi að hafa þetta mjög hára upphæðir... það er það eina sem virkar held ég til að halda hraðanum niðri... bara ef maður keyrir yfir 180 km hraða þá fái maður bara hreinlega ekki bílpróf aftur!
Síðan veitti nú ekki af að hafa sýnilegri löggæslu!
Gunnar Sigvalda (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:30
Sammála þér Gunnar minn, upphæðirnar eiga að vera háar en manni finnst eins og upphæðir á sektum hafi verið ákveðnar í einhverjum flýti...
Það er allavega ekki gáfuleg stjórnsýsla að þú borgir 90.000 fyrir 140 og 130.000 fyrir 141. Það eru bara öfgar.
Ólafur Björnsson, 7.12.2007 kl. 08:28
Já sællll..
Ég er sammála ólafi... ég er kominn með bílprófið aftur eftir að hafa misst það í annað skiptið.
Ég var tekinn einu sinni á 122 kmh, og þrisvar sinnum á 100-120 kmh.
En sektirnar eru of miklar, ef menn eiga ekki að taka mark á reynslu annarra þjóða á því að auknar refsingar draga ekki úr glæpum þá er ástæðulaust fyrir okkur að haga okkur eins og kollegar okkar í USA.
Það eru sannindi t.d. að þar sem dauðrefsingar eru þá hefur það ekki dregið úr glæpatíðni heldur þvert á móti aukið hana.
Jæja. gleðileg jól Lafur og til hamingju með að Arsenal séu í fyrsta sæti, gef þér allan rétt á að vera cocky með það þar sem það verður ekkert lengi í viðbót. Darren Fletcher sér um það að koma Arsenal af toppnum :)
Reynir Svavaar Eiríksson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 18:24
Ég bíð spenntur.
Ólafur Björnsson, 8.12.2007 kl. 22:19
já það er spurning! Allavega held ég að það mikilvægasta sé að hafa sýnilegri löggæslu! Ég hef þrisvar keyrt suður um verslunarmannahelgina t.d. þegar ég er að fara á þjóðhátíð! Á þessum þremur ferðum sá ég einn löggubíl sem var lagður í stæði á Hellu!
Ef lögreglan er nógu sýnileg á vegunum þá hægja menn á sér!
Svo rústa Arsenal þessu...:p
Gunnar Sigvalda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.