18.12.2007 | 08:22
Kvenkyns Megas
Já, það sem ég var hneykslaður þegar Ólafur Páll Gunnarsson sagði að við hefðum eignast kvenkyns Megas í Ólöfu Arnalds. Hafði heyrt í henni útundan mér í útvarpinu nokkuð oft og heyrði eiginlega ekkert nema gaul og skyldi ekkert hvað menn voru að lofsama þetta.
Síðan ákvað ég að gefa Ólöfu séns. Hlustaði á plötuna í rólegheitum og þá sérstaklega á textana og þá var ekkert aftur snúið. Ólöf Arnalds er dásamleg. Frábær gítarleikari, laga- og textahöfundur og þá ekki síst söngkona. Einlægni er sennilega orðið, ef maður á að nota eitthvað orð um Ólöfu Arnalds.
Það er gott af því að vita að innan um allar glanspíurnar og tilgerðarlegu söngkonurnar þá leynist ein og ein Ólöf Arnalds, við og við. HA! Djöfull var þetta vel að orði komist.
En nú er ég sammála nafna mínum á Rás2. Hún er okkar kvenkyns Megas.
Ólöf Arnalds fær góða dóma erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég er hjartanlega sammála þér, annars finnst mér hún vera að stæla Joönnu Newsom ef þú hefur heyrt í henni.
Magga (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:02
Sammála þér Óli, Ólöf er æðisleg.
Hoffa (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.