Hitamál

Eitthvað verð ég að gera til koma mér af stað aftur.

Þá dugir lítið annað en punktablogg.

Fissjer er dauður.
Ég stuða sjálfsagt marga og geri enn fleiri brjálaða þegar ég segi að farið hafi fé betra. Jú, hann var skáksnillingur, engum blöðum að það að fletta. Þó var hann aðallega fyrir mér sorglegt eintak af manni sem gat hvergi komið og hvergi farið án þess að gera allt vitlaust í kringum sig eða verða vitlaus sjálfur út af einhverju. Það var allt ómögulegt, svo varla hefur þetta verið skemmtilegt líf sem hann lifði. Mér fannst Íslendingar stíga skrýtið skref með því að "ættleiða" hann hér um árið.  Ég hef í raun aldrei séð tilganginn með því. Hann var ekkert nema merkilegheitin þegar hann steig út úr vélinni og síðan spurðist ekkert til hans þar til hann var allur. Þá tóku nokkrir snillingar sig saman og vildu koma honum fyrir í þjóðargrafreitnum, við hlið Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar. Ef það hefði verið gert, sem reyndar var vonandi aldrei inni í myndinni, þá hefði ég farið sjálfur og grafið hann upp og hent honum í Þingvallavatnið. Þvílík og önnur eins hneisa.
Svo var mér öllum lokið þegar fréttin um jarðarför hans kom á undan frétt þess efnis að öllum starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafi verið sagt upp. Soldið merkilegt forgangsröðun í fréttatíma. Persónulega fannst mér nú merkilegra að heyra um uppsagnirnar og það yfir höfuð merkilegri atburður heldur en þessi jarðarför. 

Ný borgarstjórn.
olafurÉg spyr nú bara hvort ekki sé komið nóg. Nafni minn F. Magnússon orðinn borgarstjóri og Villi vitleysingur á leið í stólinn að ári liðnu. Reyndar tel ég að þessi vanhæfa stjórn verði komin frá völdum eftir, hmm.. c.a. mánuð. En þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan sú að Sjálfstæðismenn gera allt og þá meina ég allt til að komast til valda. Er virkilega ekki til einhver maður æðri öllum þessum bjánum sem getur einfaldlega stigið fram og sagt. "Neineinei... þetta gengur ekki svona lengur", lokað helvítis búllunni (ráðhúsinu) og boðað til nýrra kosninga? 

 

 

Fleira var það ekki í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjitt hvað fissjer er líkur pabba hahahahahaha þeir eru fæddir sama ár.......kannski að þeir séu bara tvíbbar hahahahahahahahhahaha

Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Hveir veit!

Ólafur Björnsson, 24.1.2008 kl. 09:31

3 identicon

Fissjer og Gummi eru nákvæmlega eins...hver veit nema að Gummi sé hinn alvöru skákmeistari bobbí fissjer

Daddi Bjöss (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:41

4 identicon

ja og fissjer kannski pabbi minn. aumingja kallinn að fá aldrei að hitta mig. hahahahahahahahahahahahahahhahah

Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 17:54

5 identicon

já það virðist vera að fisher sé í guða tölu hjá sumum alveg ótrúlegt hvernig  er eða var látið með þennan furðufugl, núna er það nýjasta að þeir vilja reisa af honum stittu, mætti þá ekki alveg eins reisa stittu af spassky , hann vildi allvega tefla hér á sínum tíma en fisher var alveg á móti því en varð að láta undan miklum þrýstingi og lét loks undan þegar honum voru boðin nógu há verðlaun.

nú sambandi við nýja meirihlutan þá verður hann varla langlífur ef nafni þinn greyið fær td flensu og kemst ekki í vinnuna þá hvað? hehe

í öðru orðinu hrósar þú vísismönnum og í því næsta  segirðu að þeir séu næstum jafn hræðilegir og hb grandi:) eurði ekkert hræddir þarna í congo að þeir fari að loka þar? 

steiner (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

"Af tvennu hræðilegu..." - Þá átti ég nú við aðgerðirnar vegna skerðingar en ekki fyrirtækin sjálf.

Ólafur Björnsson, 26.1.2008 kl. 22:08

7 identicon

dæmigert fyrir Hb Granda... skítapakk

Gunnar (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband