25.1.2008 | 22:03
Sigurður Kári og fötin
Í öllu þessu tali um Björn Inga og fatakaup hans finnst mér merkilegt að aldrei hafi komið fram í dagsljósið upprifjun á þætti Auðuns Blöndal, Tekinn, þar sem hann plataði Sigurð Kára, Sjálfstæðismann, við fatakaup þess síðarnefnda í verslun Sævars Karls. Hann var plataður þannig að afgreiðsludaman (sem var leikin) ætlaði að láta hann borga fyrir fötin á meðan Sigurður og Sævar voru fyrirfram búnir að semja um að fötin fengjust gefins. Þegar kom að því að borga fyrir fötin, upphæð sem nam að ég held tæpum 300.000 krónum þá var það aldrei inni í myndinni hjá Sigurði að borga, enda átti það ekki að geta gerst þar sem Sævar Karl ætlaði að gefa honum fötin.
Er þetta ekki alveg sama aðferð og Björn Ingi og félagar eru gagnrýndir svo mikið fyrir, svo mikið að sumir tala um spillingu? Björn Ingi segir að fötin hafi verið keypt út á styrki. Eru það ekki bara eins styrkir og Sigurður Kári og Sævar Karl sömdu um? Mér er spurn.
Ég held að þessi fatakaup sem Björn Ingi stóð fyrir séu alveg jafn algeng í öðrum flokkum. Aðrir flokkar kjósa það einfaldlega að kannast ekki við það til að láta Björn Inga líta illa út.
Átök framsóknarmanna í Reykjavík hafa jaðrað við mannvíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
nei nú mismynnir þér illilega ég sá þennan tekin þátt 2 sinnum og það var aldrei þannig að hann átti að fá ´þau gefins, (það væri meiri kaupmaðurinn ef hann gæfi vörurnar:) )
hann átti eingöngu að fá afslátt. Finnst þér sem sagt allt í lagi að flokkurinn lét binga hafa 1 milljón til að kaupa sér föt fyrir rétt fyrir kosningar? hvað með alla hina frambjóðendur? það væri aldeilis mikil útlát hjá ykkur framsóknarmönnum ef allir frambjóðendur flokksins í kringum landið ættu að fá milljón í fatakaup í hvert skiftið sem þeir færu í framboð... þetta tíðkast ekki hjá öðrum flokkum svo vitað sé og væri örugglega löngu komið upp á yfirborðið ef svo væri... bið svo að heilsa austur í congó...enda þaðan:)
ps. samt smá eftirsjá af binga af sjónarsviðinu..þótt maður hafi nú ekki hingað til ekki saknað þess þegar framsóknarmenn hverfa af sjónarsviðinu
steiner (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 22:51
Þig misminnir nú líka illilega ef þú segir að flokkurinn hafi látið Björn Inga hafa 1 milljón til að kaupa sér föt því hann var ekki sá eini sem keypti föt. Það voru fleiri frambjóðendur sem voru í þessum fatakaupum fyrir milljón.
Hins vegar skal ég alveg éta ofan í mig ef ég fer með rangt mál með að Sævar hafi ætlað að gefa honum fötin. En það veit ég að það er ekki langt í það að landsmenn verði upplýstir um það að fatastyrkir tíðkast í öðrum flokkum. Meira að segja hjá Vinstri-grænum.
Og annað veit ég að Sævar Karl hefur alveg efni á því að gefa sínar flíkur. Því get ég lofað þér.
Skila kveðjunni, en þyrfti þá helst að fá fullt nafn :)
Ólafur Björnsson, 25.1.2008 kl. 23:25
ok ég tek til baka að bingi hafi notað hverja krónu einn en næstum því , bergsson fékk eitthvern hluta en aðrir ekki að manni skilst á fréttum.
Ef sævar hefði gefið fötin úr herragarðinum(er búinn að selja) þá hefði þetta nú ekki gengið svona vel eins og það gerði kallinn varð forríkur á þessari verslun enda voru fötin þar sko ekki gefins. bið enn að heilsa
yfir og út...steini
steiner (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:24
Sigurður Kári ætlaði að kaupa sér föt fyrir 300.000 að nokkurnveginn tilefnislausu, allavega var ekki prófkjör, kosningar eða eitthvað þess háttar.
Ef þú segir að Björn Ingi og Óskar Bergs hafi verið þeir eru (þeir voru reyndar fleiri) þá finnst mér nú ekkert óeðlilegt að kaupa jakkaföt fyrir milljón þegar kosið er í borginni. 500 kall á kjaft.
Ólafur Björnsson, 26.1.2008 kl. 11:05
verið þeir einu... átti þetta að vera.
Það er ekki hægt að laga ef maður gerir stafsetningavillu í kommentum. Djöfulsins fjölfatlaða helvítis bloggkerfi sem þetta er.
Ólafur Björnsson, 26.1.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.