9.2.2008 | 10:52
Platini veit hvað hann syngur
Ekki nóg með að Michel Platini sé einn besti fótboltamaður sögunnar, heldur vill svo skemmtilega til að ég er yfirleitt sammála honum í öllu sem hann lætur frá sér.
Ekki veit ég á hvaða sýru þessir bjánar hjá ensku úrvalsdeildinni eru, en þessi "útflutningur", sem eingöngu er hugsaður út frá gróðasjónarmiði, segir nánast allt sem segja þarf um hvaða átt knattspyrnan er að taka. Peningar á peninga ofan. Það er spurning hversu lengi þarf að bíða þangað til að skemmtanagildið víkur endanlega fyrir peningalegu hliðinni.
Annars fannst mér lýsingin hjá Platini nokkuð góð;
Áður en langt um líður verða engir enskir forsetar í ensku félögunum, þau eru ekki lengur með enska þjálfara, það verða engir enskir leikmenn, og svo endar þetta með því að liðin leika ekki lengur í Englandi. Þetta er brandari,"
Platini: Þetta er brandari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.