13.2.2008 | 08:35
Að banka upp á
Æ, veslings piltarnir. Maður hálfvorkennir þeim fyrir að hafa óvart bankað upp á vitlausri íbúð, hrundið upp hurðinni og handleggsbrotið konu á níræðisaldri. Mönnum verða nú á mistök. (Fyrir þá sem ekki skildu þá var þetta kaldhæðni.)
Mér finnst það ekki skipta neinu máli og að það eigi ekki að koma fram í fréttinni að piltarnir hafi ruglast á íbúðum. Það skiptir bara ekki nokkru einasta mál. Það má kannski þakka fyrir að ekki fór verr því hvað veit maður hvað þeir hefðu gert manneskjunni sem þeir voru í raun að leita að?
Úr fréttinni af mbl.is:
Þeir gáfu þá skýringu á því sem gerðist að um óviljaverk hefði verið að ræða og þeir hefðu bankað upp á hjá konunni fyrir mistök.
Þetta var nú aðeins meira en að banka.
Þrír piltar ruddust inn í íbúð konu á níræðisaldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.