16.2.2008 | 09:45
HD ready
Nú segja þeir að HD-DVD sé að játa ósigur sinn gagnvart Blu-Ray.
Er þá öll fínu "HD ready" sjónvörpin sem allir eru að kaupa einskis virði?
Djöfull væri það nú fyndið.
Hvítt flagg hjá HD-DVD? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Nei, það er ekki þannig. HD sjónvörp eru algjörlega óháð HD DVD og Blu Ray.
Lesandi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:04
Háð eða óháð. Blu-ray og HD-DVD eru einfaldlega DVD diskar 21.aldarinnar, þ.e.a.s diskar með geislatækni sem geta borið meiri gögn.
HI-DEF sjónvarpsefni er með hærri upplausn en hefðbundin DVD og meiri hljóðgæði, það kallar á miðil sem getur borið öll þau gögn.
Blu-Ray getur geymt 25GB á single layer og tvöfalt það á double, að sjálfsögðu. Sóknarhraðinn er frá 36 Mbit/s til 216 Mbit/s eins og staðan er í dag.
http://en.wikipedia.org/wiki/Blu_ray
HD-DVD er aftur á móti einungis með 15GB á single layer og 30GB á double, með sóknarhraða 36 Mbit/s til "einungis" 72 Mbit/s.
http://en.wikipedia.org/wiki/HD_DVD
Þannig að það er kannski alveg morgunljóst afhverju HD-DVD beið ósigur.
Hörður Már (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:28
Ósigur HD DVD hefur ekkert með þessar tölur að gera. Þetta stríð hefur aldrei snúist um geymslupláss. Gæðin hafa reynst þau sömu þegar formötin eru borin saman. Blu Ray náði fótfestu þökk sé Playstation 3 og þess vegna skipti Warner yfir til þeirra.
Lesandi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:46
Spurning hvað hefði gerst ef að Wii og 360 hefðu verið seldar með HD-DVD spilara.
En ég er hress með þetta, playstation vélin mín bíður þess nú að þetta komi á vídeóleigur.
Halli (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:28
ha? er ekki komið á markað á íslandi blueRay myndir á leigurnar, það er komið töluvert úrval hér í danaveldi.
Rúnar I (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 13:39
Það er allavega e-ð úrval af BluRay myndum til í BT Skeifunni.
Steinar (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 14:28
Þau eru jafn úrelt og venjuleg sjónvörp án Betamax. Ég efast reyndar um að dreifing efnis í framtíðinni verði á diskum. Skoðaðu AppleTV. Það gefur sennilega vísbendingar um hvert þróunin stefnir.
Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 07:32
Nei turd. Verður fyrst að vita hvað HD stendur fyrir.
Pétur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.