17.2.2008 | 22:54
Pétur Ben
Ég hafði orð á því hversu dásamlegt væri að innan um tilbúnu tilgerðarsöngkonurnar, sem tröllríða (ekki í bókstaflegri merkingu samt) nú öllu, leyndust gullmolar eins og Ólöf Arnalds.
Pétur Ben er mjög gott dæmi um svona gullmola. Ég skal viðurkenna að fáir hafa heillað mig eins mikið og hann síðustu árin. Einlægni er eina orðið sem hægt er að nota til að lýsa honum. Svo er hann náttúrulega stórkostlegur söngvari og einn af betri gítarleikurum landsins. En einlægni er samt orðið.
Myndbandið hér fyrir neðan útskýrir þetta allt saman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.