Flugfélag Íslands

200_FlugfelagIslandsÍ gær flaug ég 750 km og keyrði 300. Það er ekki laust við að ég hafi verið þreyttur þegar ég kom heim. Mikið rosalega er samt dýrt að fljúga með þessu ágæta flugfélagi. Við þurftum að fara suður í jarðarför, ég, pabbi, Jakó, Dagur. Það kostaði okkur ekki nema 90.000 að fá Flugfélag Íslands til að ferja okkur á milli. Það er nú ekkert smáræði sem Flugfélagið hefur grætt á okkur. Auðvitað hefðum við átt að fara saman í bíl suður en ýmsar ástæður gerðu það að verkum að við gátum það ekki. Pabbi sagði mér að sama dag og hann bókaði 2x 12.000 krónur fram og til baka þá barst honum tilboð frá Icelandair um flug til Kaupmannahafnar á 8.000 krónur.
 
Hvernig getur það gengið upp?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband