Umferðarmenning

r153015_548364Nú er að sjá hvort einhverjir séu sammála mér.

Mín kenning er sú að stærstu valdar að slysum á Hellisheiði séu þeir sem keyra of hægt. Ekki þeir sem keyra of hratt. Þá er ég nú ekki að tala um stórslys eða banaslys, heldur minni slys og kjánaleg slys. Hversu oft hefur maður ekki lent í því að vera að keyra Hellisheiði og vera allt í einu lentur í 20 bíla röð, og sá sem leiðir þá röð keyrir á 70? Svona háttalag hlýtur að hlýtur að kalla á framúrakstur og ef sá sem fyrst gefst upp er t.d. sá 8 í röðinni, þá þarf hann að taka fram úr 7 bílum og það er ekki heillavænlegt. En það er að sjálfsögðu verk þess sem er annar í röðinni að taka fram úr slysagildrunni sem leiðir hópinn.

Nú er ég ekki að mæla með framúrakstri við svona aðstæður en það getur þó gerst að sumir þurfa að flýta sér (þó flestir flýti sér án þess að þurfa þess) og það að lenda í svona aðstæðum er ekki til að hjálpa.  Það er þó bara þannig að þegar aðstæður leyfa, þurrt er og skyggni gott þá á meðalhraðinn á Hellisheiði ekki að vera undir 90 km/klst. Ég hef jafn oft lent í því að keyra Hellisheiðina án þess að lenda á eftir silakeppum og fengið að halda 90-100 km jöfnum hraða og það er mun minni hætta að keyra á þeim hraða óáreittur heldur en að keyra í 20 bíla röð þar sem meðalhraðinn er 70.

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum eru þær að ég var að koma að sunnan í gær. Lagði af stað kl. 16:00 úr höfuðstaðnum og gekk ferðin mjög vel, veður gott og marautt alla leið. Ég verð þó að minnast á að menn virtust vera að flýta sér mjög mikið austur því fleiri tugir bíla tóku fram úr mér og voru svo horfnir á nokkrum mínútum. Ég keyrði nú á mínum venjulega 100km hraða, þannig að þið megið ekki misskilja það þannig að ég hafi verið kominn í hlutverk silakeppanna á Hellisheiði. En eins og ég segi þá tóku ansi margir fram úr mér á miklum hraða, en það þótti mér ekki verst. Þegar dimmdi og háu ljósin voru sett á, voru mjög margir sem ekki höfðu fyrir því að taka háu ljósin af, bæði þegar þeir voru komnir fyrir aftan mig og þegar þeir tóku fram úr. Svona háttalag gerir náttúrulega hvern mann brjálaðan enda var ég hættur, undir það síðasta, að taka háu ljósin af þegar bíll með háu ljósin á tók fram úr.

Svona er þetta nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki verið meira en sammála þér í sambandi við hellisheiðina!

En það þarf ekki annað en að keyra Fagradalinn til að það sé farið framúr manni á brjálaðri ferð. Ég var á ferðinni þar í gær og keyrði bara á 90 km hraða alla leið og ég veit ekki hvað margir bílar fóru fram úr mér.. en vék bara fyrir þeim og leyfði þeim það.. það er líka annað sem fer í taugarnar á mér við fólk sem keyrir svona hægt... það er ekkert að víkja og hleypa framúr sér og gefa manni stefnuljós! ég get til dæmis nefnt hann karl föður minn!!! ég verð brjáluð í hvert skipti sem hann víkur ekki til að hleypa framúr sér.. hann keyrir í mesta lagi á 80 km hraða!

En já.. annars er ég bara hress og vona að þið séuð það líka ;)

Frekja litla frænka (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

It's alive! - Ég hef ekki séð þig kommenta hér í háa herrans tíð. 

Við erum gríðarhress.

Ólafur Björnsson, 20.3.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband