4.4.2008 | 17:20
Konur geta víst trommað!
Ég hef haldið því fram lengi, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að ekki sé til nokkur kventrommari sem hægt er að setja á stall með þeim bestu af karlkyninu. Ég er enn þeirrar skoðunar. Og ef einhverjir halda öðru fram þá endilega komið með haldbæra sönnun á því. Ég hef hins vegar gengið svo langt að halda því fram að þá sé ekki til neinn framúrskarandi kventrommari. Það er sennilega rangt hjá mér.
Ég fór á JúTjúb. Þangað fer maður ef maður vill kanna eitthvað. Ég skrifaði einfaldlega "Female drummer" og fékk upp aragrúa af myndböndum. 95% af þeim kventrommurum sem ég skoðaði voru algjörlega vonlausar og lítið annað hægt en að hlæja að þeim en svo voru nokkrar sem voru bara nokkuð góðar. Tvær þeirra voru magnaðar. Önnur heitir Cindy Blackman. Ms. Blackman er þekktust fyrir trommuleik hjá Lenny Kravitz. Það sem heillaði mig mest var reyndar myndband af henni með hljómsveit sinni. Tjékk it át.
Ef myndbandið fyrir neðan virkar ekki þá smellið hér http://www.youtube.com/watch?v=R_21dIxpm6k
Hin heitir Hilary Jones. Á henni kann ég engin frekari deili. Ég fann myndband með henni frá Modern Drummer Festival árið 2000. Hún er mögnuð. Tjékk it át. Konur geta víst trommað!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.