6.4.2008 | 12:17
Húsfyllir?
Var það ekki meira svona "herbergisfyllir"? Eftir því sem ég sá í fréttunum í gær þegar sýnt var frá fundinum var ekki betur að sjá en að fundurinn hafi farið fram inni í 30 fm herbergiskitru á Hótel KEA.
Nú hlýtur Andrés að segja eitthvað.
Húsfyllir á fundi VG á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki rosalega erfitt að vera þú? Svona temmilega þröngsýnn og leiður yfir því hvað efnishyggjan er búin að glepja mikið af sálinni?
Birgir Pálsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 12:32
Það sást í sjónvarpinu að þetta var svona meira stofufyllir en húsfyllir, ca 30 manns. En þeir eru nægjusamir.... hafa lausn á öllum vanda.... ef ílla gengur að fylla hús, minnka þeir bara húsin... ekki málið.
Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 12:55
Það er alveg þokkalegt að fá 25-30 manns til að mæta á pólitískan fund á Akureyri á laugardegi á háannatíma skíða og góðviðris. skynsamlegt að hafa salinn lítinn til að geta notað þetta orðalag.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.4.2008 kl. 13:53
Nákvæmlega, miðað við myndir frá fundinum þá var nú ekki að sjá að hundruðir manna hefðu mætt. Góður titill samt, segir ekkert um fjölda fólks á fundinum!
Þórey Birna Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.