6.4.2008 | 18:09
Þetta er magnað
Ok... þetta er ekki svona hrekkjudæmi eða neitt því líkt. Ég er fyrir löngu orðinn leiður á öllum sjónhverfingamyndum enda búinn að rýna meira á svoleiðis heldur en góðu hófi gegnir.
Þetta er hins vegar magnað. Ég hef ekki séð sjónhverfingamynd þessari líkri. Ég var einfaldlega orðlaus þegar ég var búinn að horfa á hana og sjá hvað hún ruglar í hausnum á þér.
Svona er þetta:
1) Horfðu stíft á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.
2) Horfðu nú á sléttan vegg og deplaðu augunum hratt.
Hvað sérðu?
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Athugasemdir
halelúja, þetta er kraftaverk !
Ingþór (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 19:15
Þetta er hreint út sagt magnað1
Jóhann Atli (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:46
Djöfull er þetta sniðugt.
Maggi (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:21
Jahh á ég átti ekki von á því að sjá þetta fyrr en ég væri dauð, en á dauða mínum átti ég nú von....en ekki þessu!!
Þórey Birna Jónsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:38
..hei óli mannstu eftir þrívíddarmyndunum hjá ingu frænku okkar, þær eru keppnis... þetta er bara fyrir börn ;)
Harpa Rún (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:05
Ég man allavega eftir því að ég gat ekki með nokkru móti séð neitt út úr þeim, allavega ekki æðri máttarvöld eins og út úr þessari.
Ólafur Björnsson, 9.4.2008 kl. 17:31
Ja hver andskotinn!!! Þvílík snilld . . hef ekki mikla trúa á svona hlutum, en þetta er engu líkt!!!
Áfram Liverpool;) hehe
kveðja af héraðinu, Dúllarinn . ..
Gummó (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:58
Er ég eini fávitinn sem fékk bara hausverk og sá ekki nokkurn skapaðann hlut
Þröstur Árnason (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:10
Þröstur minn. Það er efalaust fleiri fávitar þarna úti
Aðalsteinn Baldursson, 10.4.2008 kl. 09:12
Gummó - Já, verður maður ekki að segja áfram Liverpool?....
Þröstur, ég sé fyrir mér (vegna stöðu tölvunnar) að þú hafir horft út um gluggann.
Það áttirðu alls ekki að gera....
HORFA Á VEGG - EKKI GLUGGA
Alli - Já, ég get reyndar staðfest það að það eru fjölmargir fávitar til.
Ólafur Björnsson, 10.4.2008 kl. 09:48
OMG hehe verð að fá að stela þessari mynd frá þér :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 18.4.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.