12.4.2008 | 23:38
Breytingar á söngkeppni framhaldsskólanna
Mér finnst eins það þurfi að fara að taka aðeins til í söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin er orðin alltof stór fyrir eitt kvöld, styttar útgáfur af lögum gera keppnina of Júróvisjónlega og svo er stressið svo mikið að láta þetta ganga að keppnin verður hálf klúðursleg.
Þannig var það allavega í kvöld.
Þessi sem vann heillaði mig svosem ekkert sérstaklega. En hann var fínn. Annað sætið fannst mér skelfilegt en sá sem hafnaði í þriðja sæti fannst mér bera sérstaklega af. Mér hefur reyndar fundist eins og þeir sem hafa hafnað í 1. sætið síðustu ár hafi alls ekki verið bestir hverju sinni. Eins vissi ég strax og ég sá skipan dómnefndar að þessu fólki væri vart hægt að treysta til að velja rétt. Því miður.
Buffarar voru að venju fínir. Þó fannst mér eins og lögum væri mörgum hverjum viljandi hraðað örlítið og því var úrkoman á köflum nokkuð klúðursleg. Þá var hljóðið heim í stofu aldrei alveg nógu gott, yfirleitt of hátt í einhverju af hljóðfærunum.
Kynnirinn var líka fínn. Það er eitthvað við þennan dreng sem gerir það að verkum að þó hann sé hálf hallærislegur á stundum, þá finnst manni hann samt fyndinn. En sökum þess hve hraðar hendur þurfti að hafa til að láta allt ganga, þá saknaði ég þess að hann skyldi ekki kynna keppendur og lögin betur. Stundum sagði hann bara nafn skólans, stundum bara nafn keppanda og einstaka sinnum kom fram nafn lags. Hins vegar sagði hann aldrei frá upprunalegu heiti eða flytjanda hvers lags.
En með fullri virðingu fyrir Bjarti (held að hann heiti það) og kynnum síðustu ára, þá finnst mér að það ætti einfaldlega að fá Óla Palla bara til að kynna. Honum hefur alltaf tekist vel til þar sem hann hefur verið kynnir og hann kann þetta. Mér þykir of mikið gert úr því að kynnarnir séu fyndnir eða séu með eitthvað show. Yfirleitt verður útkoman drepleiðinlegir kynnar sem draga keppnina á langinn. Hins vegar tek ég fram að kynnir kvöldsins var hvorki leiðinlegur né langdreginn.
Mín skoðun er sú að kominn sé tími til að skipta keppninni í tvennt. 16 skólar keppa á tveimur kvöldum og 5-7 skólar úr hvorum hóp komast áfram í lokakvöld eða eitthvað þess háttar.
Verslósigur í söngkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigraði Barack Obama sem sagt Hillary?
Rúnar Jón (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 00:04
Hm... sé eftir lestur þessa pistils þíns að ég hefði hreint ekkert þurft að pára hann þennan: http://www.skrifa.blog.is/blog/nenni/entry/505137/
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 00:40
Horfði nú á þetta í gær, fannst þetta merkilega ágætt.. Velti þó fyrir mér þegar stelpan úr Húsó kom og söng (eða ekki) hvort ekki ætti að jafna þetta út á einhvern hátt.. 1000 manns eða eitthvað í versló, en 30 í húsó... Það er ekki keppni á jafnréttisgrundvelli;) hehehe
Er þó sammála með gaurinn í 3ja sæti, frábær rödd!!! Bændurnir hefðu mátt vera í topp þremur fyrir virkilega flott atriði, þó söngurinn hafi kannski ekki verið bestur:)
Vil þó segja eitt að lokum. . .Þessi drengur, Eyþór Ingi, sem vann í fyrra og er að taka þátt í Bandinu hans Bubba núna og er kominn þar í úrslit. Ég hef sjaldan heyrt aðra eins rödd, svo djúpa svo háa!! Það er alveg guðdómlegt að heyra kvikindið syngja og hann er aðeins 18 ára!!!!
kveðja af héraðinu, Dúllarinn
Gummó! (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:17
Já bændurnir stóðu sig með prýði. Húsóstelpunni vorkenndi maður, eða ekki. Annað hvort fór stressið svona með hana eða þá að hún er vitalaglaus.
Eyþór Ingi er skruggugóður.
Ólafur Björnsson, 13.4.2008 kl. 13:03
'eg hugsaði nu bara þegar húsógellan söng......skulum vona að hun sé að standa sig betur í eldhúsinu greiið.
Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:15
Tja, mér finnst þetta vera of mikil keyrsla svona en það var reyndar allt í lagi í þetta skiptið af því að mér fannst nú enginn standa verulega uppúr. En ef þessu yrði skipt yrði rólegra yfirbragð á þessu, maður fengi að heyra lögin í heild sinni og síðast en ekki síst, RÚV fengi miklu meira af auglýsingatekjum. Breytum fyrirkomulaginu og Eyþór Ingi er góður.
S Kristján Ingimarsson, 13.4.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.