16.4.2008 | 22:46
Meira nördatal - Góð ráð
Nú hef ég unnið við það í hjáverkum í 10 ár að berjast við vírusa. Á þessum 10 árum hef ég lært ýmislegt og fer yfirleitt leikandi létt með að ná vírusum og öðrum óværum úr tölvum. Ég hef reyndar ekki þurft að berjast við stóran vírus síðan Chernobyl, vinur minn (og Þrastar), var og hét. Hann grandaði bæði tölvunni hans og minni. Það er í eina skiptið sem ég hef þurft að játa mig sigraðan, enda mjög erfitt að ráða við eitthvað sem ber þetta nafn.
Nú þegar maður er orðinn svona "sjóaður" í vírusviðskiptum, þá er ég kominn með ákveðnar vinnureglur sem ég fer alltaf eftir þegar ég vírushreinsa tölvur. Ég geri alltaf sömu rútínuna og yfirleitt virkar hún, í c.a. 7 af hverjum 10 tilfellum. Ég ætla hins vegar ekki koma með góð ráð um hvernig eiga að vírushreinsa tölvur, heldur koma með góð ráð um hvernig eigi að sleppa við þá.
Ég nota þessar aðferðir á mína tölvu og ég hef ekki fengið vírus eða aðra óværu í hana í 5 ár. Það er þó ekki þar með sagt að allir sem nota þessar aðferðir sleppi við vírusa.
Fyrst vil ég tala um vírusvörnina sjálfa. Mér er reyndar meinilla við vírusvarnir, því flestar þeirra má líkja við vírus; þær hægja að mörgu leiti á tölvunni og eru yfirleitt til ama og leiðinda, sem dæmi má nefna minn helsta óvin sem er Symantec Norton Antivirus. Ekki nota hana.
Þó eru nokkrar sem eru mjög góðar s.s. NOD, AVG o.fl. og svo sú sem ég nota og set upp í allar tölvur sem ég kemst nálægt. Avast! heitir hún. Hún fæst frítt á netinu, það fer lítið fyrir henni, hún hleypir sáralitlu í gegnum sig (allar vírusvarnir hleypa einhverju) og ég hef enn ekki lent í neinu brasi með hana. Avast! vírusvörnina má nálgast á heimasíðu þess fína fyrirtækis. Beinn linkur á hana er hér. Notendur sem hala vörninni niður þurfa að skrá sig (það er gert á sömu síðu og linkurinn er á) og fá sendan lykil í tölvupósti sem síðar þarf að nota til að opna vírusvörnina eftir að hún hefur verið sett upp. Sáraeinfalt og svínvirkar.
Ég mæli með að tölvueigendur noti forrit eins og t.d. Lavasoft Ad-Aware til að skanna tölvuna fyrir minniháttar óværum (svokölluðum böggum) á c.a. 2 vikna fresti. Ad-aware fæst einnig frítt á heimasíðu þeirra hér.
Með þetta tvennt áttu að vera nokkuð örugg(ur). Þó vil ég í lokin bæta við einni snilld. Þessi snilld er í raun besta vírusvörnin á markaðnum. Þetta er pínulítil skrá sem heitir hosts og er vistuð í Windows möppunni. Þessi skrá er í öllum tölvum með Windows 2000, XP og Vista en það er í raun ætlast til að menn bæti í hana sjálfir sem getur reynst tölvuhræddum einstaklingum erfitt. Skráin virkar þannig að í hana eru settar slóðir á vefsíður sem taldar eru vafasamar, jafnvel taldar innhalda vírusa eða aðrar óværur. Það eru fjölmargir sem stunda það að setja inn í þessa skrá allar vafasamar vefsíður og hægt er að sækja uppfært eintak af þessari skrá á netinu.
Ég mæli með því að skráin sé sótt á þessa vefsíðu: http://www.mvps.org/winhelp2002/hosts.htm
Ofarlega á þessari síðu má sjá litla gula möppu þar sem við stendur Download: Hosts.zip
Þú downloadar einfaldlega þessari .zip skrá (hún er pínulítil og tekur sekúndu að downloadast), opnar hana og þú sérð að í henni eru nokkrar skrár. Ég mæli með að þú skiptir þér ekkert af hinum skránum, heldur dragir bara hosts skrána úr .zip skránni og yfir í möppu á slóðinni á C: drifinu, nánar tiltekið; c:\Windows\system32\drivers\etc. Þar fyrir er hosts skráin sem fylgdi stýrikerfinu og þegar þú ert spurð(ur) að því hvort þú viljir vista yfir hana (overwrite) þá segir þú já.
Síðast þegar ég athugaði þá innihélt þessi uppfærða hosts skrá fleiri þúsundir vefsíða sem þykja vafasamar. Hér má sjá listann yfir þær vefsíður sem eru í nýjustu skránni.
Semsagt.
Avast! Antivirus
Lavasoft Ad-Aware
Uppfæra hosts skrána
Þá ertu nokkuð safe.
Yfir milljón tölvuóværur í umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Geturðu skellt þessu bloggi fyrir mig á íslensku? Avast er bara til sóma í minni tölvu...búinn að redda mér nokkrum sinnum. Mæli sterklega með henni
Dagur Björnsson, 17.4.2008 kl. 11:59
Ef þú skilur ekki þetta þá skilurðu ekki neitt, skilurðu það?
Ólafur Björnsson, 17.4.2008 kl. 14:36
Tek reyndar Spy-Bot fram yfir Ad-Awaere
J.Ægir I. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 22:23
Ég bara get ekki notað forrit sem heitir Spybot: Search and destroy.
Þetta er ógeðslegt nafn.
Ólafur Björnsson, 21.4.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.