The great gig in the sky

Varla er til fallegra, hugljúfara, kraftmeira, dramatískara né dásamlegra lag heldur en The great gig in the sky af plötunni Dark side of the moon með Pink Floyd. Clare Torry gerði það ódauðlegt á sínum tíma en hún þurfti eina upptöku til að fullkomna meistaraverkið. Sagt var að hún hafi verið frekar ósátt við sína fyrstu tilraun við upptökur en þegar hún ætlaði að reyna aftur harðneituðu Floyd menn og sögðu þetta hafa tekist fullkomlega hjá henni. Þeir lugu engu um það.

Hér fyrir neðan er að finna útgáfu af laginu sem tekin var upp á PULSE tónleikum Pink Floyd árið 1994. Þar syngja þrjár söngkonur lagið, skipta því á milli sín en upphafskaflann, þann magnaðasta, fær stúlka að nafni Sam Brown. Að mínu mati nær hún nú Clare Torry ekki en mikið rosalega er þetta samt magnað hjá henni, ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég hlusta á þetta. Hún endar sinn kafla með þvílíkum krafti, að ég hef sjaldan heyrt annað eins. Hún saltar þessar tuskudúkkur sem í dag tröllríða söngbransanum svo rækilega að það er ekki einu sinni fyndið.

Þær tvær sem á eftir henni koma í þessari útgáfu eru magnaðar líka, en fá ekki jafn kraftmikinn kafla til að vekja sömu athygli og Sam.

En spurningin er þessi: Hvaða íslenska söngkona getur mögulega sungið þetta svo eftir verði tekið?

Eina sem mér dettur í hug er Andrea Gylfa.

Endilega skoðið þessa klippu, hún er sannarlega mögnuð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Er þetta sama Sam Brown og söng lagið Stop hér um árið?  Annars væri líka gaman að heyra þetta í flutningi Luther Wright and the wrongs.

S Kristján Ingimarsson, 16.5.2008 kl. 19:32

2 identicon

Heyrði Andreu einmitt syngja þennan kafla einhverntíman á Gauknum með Dúndurfréttum gæsahúð Já smá en ekkert fiðraður á eftir.

J. Ægir I. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:16

3 identicon

Já Stjáni þetta er sú sama.  hér er smá ágrip úr hennar biography, tekið af www.allmusicguide.com

Great things have been predicted for British vocalist and keyboardist Sam Brown. Her debut album, "Stop", released in 1987, reached the top four on the British music charts, sold more than two and a half million copies and included two hit singles, "Stop" and "This Feeling". Brown, however, has failed to match the album's success with her subsequent releases-"April Moon", "43 Minutes", "The Kissing Gate" and "Box".

Hún söng einnig bakraddir á pink floyd plötunni "division bell" en pulse tónleikarnir voru einmitt í kjölfar útgáfu þeirrar plötu.

snildar söngkona en tónlistin hennar höfðar reyndar ekkert sérstaklega til mín. 

Ásgeir Æ (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Svo söng hún líka bakraddir með David Gilmour á In Concert tónleikunum, en ég var svoldinn tíma að fatta að það væri hún þar sem hún var orðin dökkhærð.

Ólafur Björnsson, 27.5.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband