13.7.2008 | 11:35
Andskotinn er þetta!
Hvað í andskotanum skilja þeir, sem ráða, ekki við þetta?
Viljiði andskotast til að hækka laun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga eins mikið og þessar stéttir vilja. Ef þessir jakkaklæddu blábjánar (sem öllu ráða) geta bent mér á mikilvægara fólk í samfélaginu, þá væri það vel þegið.
Þeir vilja kannski meina að Ólafur Jóhann í Geysi Green, Sigurjón Árnason í Landsbankanum og hvað þeir heita nú allir þessir mikilmennskuræflar, séu merkilegri menn heldur þær konur sem tóku á móti þeim í þennan heim og eru boðnar og búnar til að þjónusta á alla mögulega vegu.
Þegar þú berð að jöfnu fólk með sex ára háskólanám, hvað er það þá sem getur réttlætt það að jakkafataklæddir lögfræðingsfávitar séu með hærri laun en ljósmæður og hjúkrunarfræðingar? Og eru þessir ofmetnu bókabjánar eitthvað merkilegri en ljósmæður?
Andskotist til að koma vitinu fyrir ykkur og hlustið á kröfur þessara stétta. Og haldiði síðan kjafti!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt Ólafur
J. Ægir I. (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:43
Djöfull léstu þá heyraða!! ..og ég er sammála þér!!
Harpa Rún (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:43
heyr heyr
Birgir Th Ágústsson, 16.7.2008 kl. 00:37
Amen
Geiri (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.