14.7.2008 | 17:28
Það er "bullandi samkeppni"
Allavega í þessum töluðu orðum. Innan gæsalappa samt. Ekki er nú samkeppnin mikil nema ef litið er til þess að venjulega er nákvæmlega sama verð hjá öllum olíufyrirtækjunum. Þetta er því ný staða; samkeppni. Þangað til öll félögin verða komin með sama verð. Sem verður sennilega á morgun.
Þegar þetta er skrifað hefur Olís hækkað bensínlítrann um 6 krónur.
Eftir því sem ég best veit hækkað N1 lítrann um 2 krónur og Skeljungur hefur ekki enn hækkað. Þeir verða þó eflaust búnir að hækka þegar ég verð búinn að ýta á "vista" hnappinn.
Þetta þýðir þó það að N1 er að bjóða ódýrara bensín en Olís og Skeljungur býður ódýrara en bæði N1 og Olís. Sem þýðir "bullandi samkeppni".
Bara spurning hvað það helst lengi.
Eldsneytisverð snarhækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sniðganga N1 og skeljung , það er málið til að byrja með allir sem einn.
Reynir W Lord, 14.7.2008 kl. 17:49
Getur verið að þeir einu sem skilji meininguna með orðinu "samkeppni" séu stjórnendur olíufélagana? Og við hin séum bara svona vitlaus? Svei mér þá.. það getur bara vel verið !
Geiri (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.