2.10.2008 | 09:40
Aðeins af okkur
Þá erum við semsagt orðin fjögur í fjölskyldunni eftir vel heppnaða ferð á Fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði.
Reyndar var biðin helst til löng, en við biðum í viku á Fáskrúðsfirði og tvo daga í Neskaupsstað. Annars var vel hugsað um okkur á báðum stöðum á meðan biðinni stóð. Jakó og Doddi sáu um að gefa okkur að éta á Fáskrúðsfirði og hið óviðjafnanlega starfsfólk á FSN gerði allt til að láta okkur líða sem best á Neskaupsstað.
Það er nokkuð ljóst að munurinn á að fæða í Reykjavík og á Norðfirði er umtalsverður. Það er næstum því ekki hægt að líkja því saman. Það er svipað og að líkja saman farfuglaheimili og 5 stjörnu hóteli.
Við viljum þakka FSN kærlega fyrir stórkostlega þjónustu og dásamlegt starfsfólk.
Eins ber að þakka öðlingnum Bjössa Guðmunds fyrir íbúðina á Fáskrúðsfirði, en hún bjargaði okkur alveg.
Þá fær mamma endalausar þakkir fyrir að sjá um Hilmi á meðan við vorum á Norðfirði.
Þetta er að verða eins og Óskarinn.....
Öllum heilsast vel og ég er svangur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Athugasemdir
Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn kæra fjölskylda. Þú tekur þig ekkert smá vel út Óli minn ;-)
Anna Karen Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:26
Til hamingju aftur með litlu dömuna :) ..finnst að þið mættuð fara að setja inn myndir af þeim systkinum!
Kveðja frá Nesk - Harpa Rún
Harpa Rún (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 08:57
til hamingju með dömuna
sveinn gudmundsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:52
Til hamingju með litlu prinsessuna!
Kveðja
Baddi, Rósalind og dætur
Rósalind (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:20
Innilega til hamingju með litlu dömuna ykkar, var að vafra um og lenti hér inn. Vissi ekki að þið ættuð von á ykkur. :) Hún er algjör dúlla. Gangi ykkur vel. Kv. Svava á Fásk.
Svava (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.