Hippashow á Hótel Framtíð

Um síðastliðna helgi hélt Tónleikafélagið Ýmir (áður Tónleikafélag Djúpavogs) tónleika á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Ástæða þess að við tókum upp þetta nafn var brotthvarf Ýmis Más Arnarssonar úr félaginu og okkur fannst við bera skilda til að heiðra hann á þennan hátt.

Ákveðið var að gera að þessu sinni hippatónlistinni skil en áður höfðum við gert íslenskri tónlist frá árunum '70-'85 og erlendri tónlist frá '65-'75 skil. Íslensk og erlend hippamúsík ásamt hippasöngleikjalögum voru leikin og stemmningin var eins og best verður á kosið. Um 90 manns mættu og skemmtu sér að ég held mjög vel. Við skemmtum okkur allavega vel og vorum ánægð með mætinguna. Gunnar frá Sigvöldum sá um að kynna og fór mikinn. 

Meðfylgjandi eru tvö tóndæmi á myndformi (?).

Það fyrra er lagið Move over sem Janis Joplin gerði ódauðlegt, að þessu sinni sungið af nýliða í hópnum, Önnu Margréti Óladóttur. Hún kom að ég held flestum sem mættu á óvart því fæstir þeirra vissu ekki að stúlkan gæti sungið. 

Síðara tóndæmið er lagið Love me two times eftir hljómsveitina The Doors. Var þetta lokalag fyrir uppklapp og vakti mikla lukku.

Hljóð- og myndgæði eru ekki þau bestu, en þó furðugóð miðað við að notast var við litla heimilisupptökuvél söngvarans, Kristjáns Ingimarssonar.

Tónleikarnir voru einnig teknir upp á flottari myndavél og á eftir að koma í ljós hvernig útkoman verður úr þeirri upptöku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var mjög gaman.. þakka bara fyrir mig 

og vonandi fær maður kannski að munda gítarinn sem fyrst með ykkur félögum!

En hénna segðu mér nú eitt:  Hvað er grænt, býr í jörðinni og gleypir steina?? 

Þú færð verðlaun fyrir rétt svar, en refsingu fyrir rangt..!!

(verðlaunin eru eitt stykki ísblóm, refsingin er ekkert stykki ísblóm)........ 

Ymmi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 05:23

2 identicon

þetta var bara mjög gott kvöld hjá okkur og ekki skemmdi fyrir hvað anna margrét stóð sig glæsilega....gott að það fjölgi í hópnum sem geta sungið svona vel

gummi (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband