Ólafur og febrúar

Febrúar hefur oft reynst mér erfiður. Að meiru heldur en minna leyti er hann mér samt ánægjulegur. Við Inga trúlofuðum okkur í febrúar og hún á jafnframt afmæli í þessum mánuði. Þá er einnig sett á mann pressa með Valentínusardegi (sem er eitthvað Amerískt drasl) og Konudeginum, sem ég reyni nú að muna eftir og standa mig.

Hins vegar gengur mér erfiðlega að muna þetta með fjölda daga í febrúar og hefur þetta alltaf verið svona.

Ég skilaði t.d. inn tímum fyrir 30. og 31. febrúar og fékk ekkert borgað fyrir þá daga.

Eins skrifaði ég heimanám fyrir öll börnin í 3. og 4. bekk fyrir 30. og 31. febrúar. Mér fannst það snjallt þá.

En það er það sennilega ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.. en bolludagur og sprengidagur eru í febrúar... og saltkjötið stendur nú alltaf fyrir sínu!

Harpa Rún (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Já, eins og ég sagði í færslunni, þá er hann meira ánægjulegur en minna svona í heildina. Það er bara þetta með lengdina.....

Ólafur Björnsson, 4.3.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband