Hilmar Garðarsson

Vinur minn, Hilmar Garðarsson, Stöðfirðingur og sonur Garðars Harðarsonar blúskóngs Austurlands, hefur gefið frá sér nýtt lag.

Á því herrans 2004 ári gaf Hilmar út sína fyrstu plötu, Pleased to leave you, sem var alveg hreint frábær plata í alla staði og fékk mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma.

Aðdáendur Hilmars eru því búnir að bíða spenntir eftir nýju efni frá honum en ný plata er búin að vera í smíðum lengi. Nú á dögunum gaf Hilmar út nýtt lag, Aleinn á ný, sem er forsmekkur af nýju plötunni. Lagið hefur verið á topp 30 listanum á Rá2 í 3 vikur í röð og vakið verðskuldaða athygli.

Ég mæli með því fyrir alla unnendur góðrar tónlistar að kíkja á MySpace síðu Hilmars Garðarssonar, þar sem hægt er að hlusta á nýja lagið og þrjú lög af fyrstu plötu hans, þar á meðal hið frábæra lag Mr. Codein sem fékk langmesta hlustun á sínum tíma.

Smellið hér til að komast á MySpace síðu Hilmars og svo hér til að kjósa lagið hans á topp 30 lista Rásar2.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband