11.4.2009 | 11:21
Stevie Riks
Jæja góðir lesendur.
Nú ætla ég að kynna ykkur fyrir grínista sem ég er búinn að vera að stúdera á YouTube upp á síðkastið. Ég rakst á hann fyrir einskæra tilviljun og er eiginlega ekki búinn að gera neitt annað í tölvunni síðustu daga en að skoða þau myndbönd sem hann hefur sett inn.
Stevie er eftirherma og hermir eftir tónlistarmönnum, breskum aðallega enda er hann breti sjálfur. Hann hefur sent inn á fimmta hundrað myndbönd og er óhætt að segja að þarna sé ótrúlegur talent á ferð. Hann er eftirherma af guðs náð en jafnframt fínn tónlistarmaður og hörku söngvari. Fyrst og fremst er hann þó húmoristi.
Ég hef ekki tölu á þeim tónlistarmönnum sem hann hefur hermt eftir en þeir eru orðnir andskoti margir. Sumum hermir hann eftir oftar heldur en öðrum og ber þá helst að nefna meðlimi Bítlanna, Freddie Mercury, Elvis Presley, David Bowie o.fl.
Ég ætla að láta fylgja með nokkur sýnishorn af verkum hans en hvet alla til að skoða síðuna hans á YouTube.
Hér hermir hann eftir Freddie Mercury
Hér hermir hann eftir Lennon og McCartney
Hér eftir Paul McCartney
John Lennon
Ringo
The Traveling Wilburys
Elvis Presley (það er krípí hvað hann nær Presley vel)
Bowie (nær honum fullkomlega)
Elton John
Mick Jagger
Cliff Richards
Elvis Costello
Art Garfunkel
Ofantalið er að sjálfsögðu aðeins brot af því sem Stevie Riks hefur afrekað.
Mæli enn og aftur með að þið skoðið síðuna hans á YouTube. Það er sannarlega hægt að gleyma sér þar.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.