Áramótin

Þá er þessi dásamlegi dagur runninn upp.

Eftir því sem ég eldist þá finnst mér alltaf meira og meira svekkjandi að geta ekki haft þennan dag "út af fyrir mig".

Mér leiðast áramótabrennur og flugeldarnir eru ekkert sérstakir (eða jújú, þeir eru fínir).

Hins vegar það bara þannig að það sem mér finnst mest spennandi við þennan dag, er sjónvarpsdagskráin. Nú held ég að ég geti seint talist til sjónvarpssjúklinga en dagskráin á þessum degi er bara sérsniðin fyrir mig.

Mig langar að liggja yfir Kryddsíldinni en fæ samviskubit yfir að hanga yfir sjónvarpinu í svo langan tíma á hábjörtum degi.

Ég er alltaf jafn svekktur þegar mér er argað á einhverja brennudruslu þegar svipmyndir af innlendum og erlendum vettvöngum* er að byrja í sjónvarpinu. Hvernig stendur annars á því að RÚV þarf alltaf að sýna svipmyndir af innlendum vettvangi á undan (kl. 20:30) þegar þeir vita að akkúrat þá er verið að kveikja í vel flestum brennum á landinu. Þegar brennu síðan líkur er svipmyndunum við það að ljúka og maður þarf að láta sér nægja að horfa eingöngu á erlendar svipmyndir. Hvernig væri nú að svissa þessu?

Annars er ég nú bara að grínast með að ég þoli ekki brennu og flugelda. Mér finnst hvorutveggja alveg ágætt.

Svo getur maður getur séð alla þessa dagskrá á nýársdegi.

Hvurslags eiginlega bloggfærsla var þetta?

Gleðilegt ár og til hamingju með daginn Jakó mín.

 

*Villupúkinn fann eitthvað að þessari beygingu minni. Mér er andskotans sama.


Dýr lokun á Axarvegi

Við vorum að koma frá Borgarfirði eftir afskaplega langþráða letihelgi. Veit svosem ekki með aðra fjölskyldumeðlimi, en ég kem alltaf endurnærður frá Borgarfirði, enda nostra gömlu hjónin svoleiðis við okkur að það hálfa væri nóg.

Nú er þetta í þriðja sinn í desember sem við förum að heiman. Tvisvar fórum við í kaupstaðarferð í Egilsstaði og nú síðast á Borgarfjörð. Öll skiptin höfum við þurft að fara fjarðaleiðina, þar sem Öxi hefur verið ófær vegna þess að Vegagerðin vill af einhverjum ástæðum ekki opna hana.

Í hvert skipti sem ég þarf að fara fjarðaleiðina í stað Öxi, má ég gera svo vel að keyra auka 71 km (aðra leiðina), sem gera 142 km fram og til baka:

  • Það gerði það að verkum í desember að ég þurfti að keyra aukalega 426 kílómetra sem er svona sirka eins og að keyra frá Djúpavogi á Hvolsvöll eða frá Djúpavogi og langleiðina á Dalvík, takk fyrir.
  • Miðað við að ég eyði 7.5 lítrum á hundraðið þá kosta þessir auka 426 km mig 4600 krónur (m.v. þær 144 krónur fyrir sem ég borga fyrir líterinn hér á Djúpvogi).
  • Miðað við að ég keyri á 90km hraða á klst, þá eru þetta ca. aukalega 4,7 klukkutímar sem ég þarf að aka.
  • = Money and time well spent.
Nú er þetta bara dæmi um hvað það kostar venjulegan einstakling, sem notar Axarveg þegar hann er fær, að fara fjarðaleiðina í stað Öxi. 
 
Ég veit að það var reiknað út fyrir ekki svo löngu (en samt það löngu að það var á olíuverði fyrir hrun og hækkanir...) að venjulegur flutningabíl sem keyrir einu sinni í viku frá Reykjavík í Egilsstaði sparar um 4 milljónir, á árs basis, að fara Öxi í stað þess að keyra firðina. Það eru upphæð fyrir einungis einn bíl og eitthvað hefur hún sjálfsagt hækkað m.v. ástandið í dag.

Vegagerðin segir að það kosti ca. 200.000 krónur að opna Axarveg. Það er kaldhæðnislegt þegar maður lítur á hvaða fjárhæð var áætluð í snjómokstur af hálfu Vegagerðarinnar á árinu 2008, en sú fjárhæð var einmitt 200.000 krónur. 

Nú las ég það á bloggi Kristjáns vinar míns Ingimarssonar að fyrirtæki hér á Djúpvogi hafi núna fyrir jólin boðist til að borga fyrir opnun á Axarvegi. Vegagerðin neitaði þar sem... eins og Kristján orðar það: "...að það væri ekki hægt að taka ábyrgð á þessu þrátt fyrir að sömu aðilar og sjá vanalega um snjómokstur hefðu framkvæmt verkið."

Er nema vona að maður spyrji sig hvaða fábjánaháttur þetta sé í Vegagerðinni? Er nema von að maður gerist svo djarfur að velta fyrir sér hvort það sé tilviljun að þetta sé svona þar sem höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Austurlandi eru á Reyðarfirði, en þar eru einmitt hörðustu andstæðingar Axarvegar samankomnir?

Maður spyr sig.


Hippashow á Hótel Framtíð

Um síðastliðna helgi hélt Tónleikafélagið Ýmir (áður Tónleikafélag Djúpavogs) tónleika á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Ástæða þess að við tókum upp þetta nafn var brotthvarf Ýmis Más Arnarssonar úr félaginu og okkur fannst við bera skilda til að heiðra hann á þennan hátt.

Ákveðið var að gera að þessu sinni hippatónlistinni skil en áður höfðum við gert íslenskri tónlist frá árunum '70-'85 og erlendri tónlist frá '65-'75 skil. Íslensk og erlend hippamúsík ásamt hippasöngleikjalögum voru leikin og stemmningin var eins og best verður á kosið. Um 90 manns mættu og skemmtu sér að ég held mjög vel. Við skemmtum okkur allavega vel og vorum ánægð með mætinguna. Gunnar frá Sigvöldum sá um að kynna og fór mikinn. 

Meðfylgjandi eru tvö tóndæmi á myndformi (?).

Það fyrra er lagið Move over sem Janis Joplin gerði ódauðlegt, að þessu sinni sungið af nýliða í hópnum, Önnu Margréti Óladóttur. Hún kom að ég held flestum sem mættu á óvart því fæstir þeirra vissu ekki að stúlkan gæti sungið. 

Síðara tóndæmið er lagið Love me two times eftir hljómsveitina The Doors. Var þetta lokalag fyrir uppklapp og vakti mikla lukku.

Hljóð- og myndgæði eru ekki þau bestu, en þó furðugóð miðað við að notast var við litla heimilisupptökuvél söngvarans, Kristjáns Ingimarssonar.

Tónleikarnir voru einnig teknir upp á flottari myndavél og á eftir að koma í ljós hvernig útkoman verður úr þeirri upptöku.

 


Ykkur er nær

Hvað gefur maður fólki sem á allt?

Ekkert.

Það getur bara sjálfu sér um kennt að eiga allt.


Sölumennska

Einu vil ég koma á framfæri:

Þið sem völdin hafið og ASÍ menn og allir hinir: Hættið að tala niður krónuna helvítis asnarnir ykkar (eins og Elvar á Nesi myndi segja það). Haldiði virkilega að það hjálpi henni til að styrkjast þegar þið notið hvert tækifæri til að væla um ónýta krónu, krónu í öndunarvél og þar fram eftir götunum? 

Annars er það helst að frétta að Lionsklúbbur Djúpavogs gekk í hús um helgina og seldi jóladagatöl fyrir börnin. Þeir kunna þetta svo sannarlega. Allavega mættu margir taka þá sér til fyrirmyndar með verðlagninguna. Nú er það siður hjá hinum ýmsu samtökum að ganga í hús eða hringja og selja hitt og þetta eða einfaldlega biðja um pening. Yfirleitt er það ekki undir 1500 kalli sem verið er að selja og er erfitt að velja og hafna því þau eru ansi mörg samtökin á landinu.

Baldur vinur minn í Lionsklúbbnum kom og bauð mér að kaupa súkkulaði-jóladagatal (tannkremstúba fylgdi) á kr. 395. Auðvitað kaupir maður þegar einhver kemur og bíður manni eitthvað á svona verði. Það er mín skoðun að þú græðir mun meira á því að selja svona hluti ódýrt því þá kaupa mun fleiri af þér. 

Ekki eins og stúlkan sem hringdi í mig frá SÁÁ og bauð mér að styrkja þau ágætu samtök fyrir 500 krónur á mánuði í eitt ár. Þó svo ég hefði ekkert þarfara að gera við peningana en að styrkja svona samtök þá finnst mér þetta fráhrindandi nálgun. Af hverju bað hún mig ekki bara að styrkja þá um 1000 krónur og málið er dautt.

Af öðru ber það helst til tíðinda að ég á bágt með að trúa að nokkur verslun á landinu hafi hækkað verð meira heldur en Samkaup-Strax á Djúpavogi. Ég keypti litla plastpoka (svona fyrir samlokur) og þeir kostuðu litlar 400 krónur. Tannkremstúba kostar 675 kr. og 500g af Skyr.is sem rennur út daginn eftir kostar 300 krónur. Geri aðrir betur.


Magni hitti naglann á höfuðið

Ég var að undirbúa mig að skrifa um þetta RÚV rugl allt saman þegar ég sá að Magni í Brekkubæ hafði skrifað við þessa frétt og ákvað því að kíkja á þá færslu.

Það er ekkert flóknara en það, hann skrifaði allt sem ég ætlaði að segja og því tek ég mér það bessalefyi að setja hans færslu hér inn. Og hana nú! (And cock now!)

Þá er það búið - þegar sauðirnir sem ráða í Efstaleitinu eru búnað loka Svæðisstöðvunum getiði tekið slagorðið "útvarp allra landsmanna" og lagt því í aftursætið á jeppanum sem Páll útvarps"stjóri" keypti fyrir afnotagjöldin mín, ekið því út á granda og hent því í sjóinn...

Þetta er enn eitt frábæra útspilið í þessu einkarekna rugli sem Páll virðist vera með - ef ykkur finnst ég vera harður við Palla útskýriði þá af hverju hann les sjálfur fréttir um sjálfan sig á tvöföldum launum meðan landsbyggðin er klippt út úr myndinni með einu pennastriki. Segiði mér hvernig hann getur krafið G.Pétur um að skila viðtali sem hann á sjálfur samkvæmt höfundarrétti - og síðan lesið sjálfur frétt um það um kvöldið!

Ég er að borga afnotagjöld fyrir þetta rugl!

Ég veit að það er veður í Reykjavík - yfirleitt rigning -  og veit að það er umferð í Reykjavík - Ég hlustaði á útvarpsmenn tala stanslaust um það fyrstu 16 ár ævi minnar! Vælandi yfir rigningu þegar ég var í 20 stiga hita í heyskap - lofandi sólina þegar var bylur á Austurlandi - þetta var hægt að losna við klukkara á dag þegar Svæðisútvarpið sagði manni eitthvað sem skipti máli fyrir þá sem ekki búa fyrir sunnan.

 

 


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sigurður G. Guðjónsson andvaka?

"Eru samvinnumenn aðrir en Finnur andvaka?"...

.. var yfirskrift greinar sem Sigurður G. Guðjónsson birti í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þar talar hann með hneykslan um spillingu innan Samvinnutrygginga og að þeir 30 milljarðar sem áttu þar að vera til séu gufaðir upp.

Í Íslandi í dag í kvöld sá ég Agnesi Bragadóttur jarða Sigurð G. Guðjónsson sem í raun er ekkert skárri en Finnur og félagar í Samvinnutryggingum. Það var í raun alveg sama hverju hann reyndi að stama upp úr sér, áður en hann náði svo mikið sem að klára heila setningu var Agnes búinn að jarða hann jafnóðum.

Hvort sem fullyrðingar Sigurðar varðandi Samvinnutryggingar eru sannar eður ei - og ég hef í raun enga ástæðu til að rengja hans málflutning þar - þá er ljóst að menn eiga ekki að vera að kasta steinum úr glerhúsi.

Hann er, hvað sem öðru líður, gjörsamlega búinn að skíta upp á bak.

En ætli hann sé andvaka?


Manager

Er í nýja Football Manager, þannig að mér er ekki stætt á því að vera að blogga einhverja þvælu.

En það er ljóst að við verðum að fara að losna við karlugluna í Seðlabankanum.

Fleira var það ekki

Ó


Fellabakarí

Alveg finnst mér merkilegur andskoti hvað Fellabakarí, það annars ágæta bakarí, er blint á smáatriðin.

Sem dæmi má nefna pulsubrauðin.

Af hverju í andskotanum geta þeir ekki skorið brauðin? Ég veit ekki um neina aðra pulsubrauðaframleiðendur sem selja brauðin óskorin. Ég er nú ekki að biðja um neina vorkunn yfir að þurfa að skera brauðin sjálfur en þeim er sannarlega engin vorkunn í því heldur. Það getur nú varla verið svo mikið mál.

Svo eru það brauðpakkningarnar.

Allir brauðframleiðendur sem ég man eftir setja svona klemmu á brauðpokana (hvítu klemmurnar með dagsetningunni á).

En nei. 

Fellabakarí þrjóskast við og setur eitthvað ótætis límband á pokann. Vita þeir ekki að klemman er krúsjal atriði til að halda brauðinu fersku sem lengst? Þegar ég er búinn að fá mér af brauði sem kemur í klemmupoka þá set ég klemmuna aftur á. Þannig helst brauðið mikið ferskara heldur en ef maður snýr upp á pokaopið. Ég veit ekkert af hverju það er, en það er bara þannig.

Ekki nóg með að þeir setji ekki klemmu heldur troða þeir pokana svoleiðis út að þegar maður er búinn að naga þetta einnota límband af og fær sér eina brauðsneið þá er enn það lítill afgangur af pokanum til að loka honum að maður vildi óska þess að einhverjum himbrimanum í Fellabakaríi hafi dottið í hug að setja klemmu á skrambans pokann.

En brauðin eru fín.

Gáta dagsins:

Hver sagði þessa ódauðlegu setningu og af hvaða tilefni?:

"Margir hafa ekki gert magaæfingar síðan á Eiðum '64.."

Svara í kommentin.


Will it blend?

Flest dettur mönnum í hug og Tom Dickson tekur þetta alla leið. Hann rekur vefsíðu sem heitir www.willitblend.com. Hann notar ofurblandarann sinn til að athuga hvort hitt og þetta blandist (fann ekkert betra orð...).

Á www.youtube.com er hægt að sjá hinar ýmsu tilraunir hjá Tom og læt ég eina fylgja hér. Þar athugar hann hvort hægt er að blanda kasettur. Mæli með að þið skoðið aðrar tilraunir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband