Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2009 | 16:05
Hvað má ráða af þessu ?
Er það bara ég eða er það ekki þannig að langflest tilvik sem greinst hafa í Evrópu eru í fólki sem er nýkomið frá New York ?
Má þá ekki ráða af þessu að allir í New York séu með þessa svínaflensu ?
Maður spyr sig.
Annað flensutilfelli greinist í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 13:09
Hvað um "Don't let me down" ?
Á leið til heljar um hraðbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 11:20
Þetta hlýtur að vera Framsókn að kenna
Sjálfstæðiflokkurinn hlýtur að geta á einhvern hátt kennt Framsóknaflokknum um þetta "klúður" sitt.
Sanniði til.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2009 | 23:27
Ædol og menntamálaráðherra
Það var nú gaman að sjá Hönnu Lísu, Djúpavogsbúa, komast áfram í Ædolinu í kvöld. Hins vegar var sárt að sjá Berglindi ekki komast áfram. En svona er nú lífið.
Nóg um það.
Það er ennþá sárara fyrir menn eins og mig, sem eiga það til að nördast við að spá í hljóði og öðru eins tengdu tónlist, að hlusta á þá hörmung sem átti sér stað í Ædolinu í kvöld. Það var engu líkara en að einum míkrófóni hafi verið stillt yfir hljómsveitinni og hann látinn nægja. "Sándið" í heild sinni, þ.e. samspil milli hljómsveitar og söngvara var reyndar nákvæmlega eins og við var að búast. Tæknimenn Stöðvar2 hafa aldrei kunnað og munu sennilega aldrei kunna að hljóðblanda. Þetta virtist vera bras allt kvöldið því sándið var aldrei eins í neinu laganna, og endalaust verið að hækka og lækka, ýmist í einhverjum í hljómsveitinni, eða bara söngvaranum sjálfum.
Við skulum vona, þó það sé nánast borin von, að menn læri nú af reynslunni og reyni að hafa hljóðið aðeins skárra næst en ekki þannig að hljóðið í söngnum sé þurrt og flatt og hljómsveitin sé eins og hún sé úti í næsta herbergi og langt í næsta hljóðnema.
Að öðru.
Það er nú ekki hægt að klára þessa bloggfærslu án þess að minnast á stórkostlegt, jafnvel stórbrotið útspil hæstvirst menntamálaráðherra til að bjarga okkur frá kreppunni.
Aukin útgjöld úr ríkiskassanum (af því að hún fann einhverja peninga ofan í skúffu sem samkvæmt öllu áttu ekki að vera til) til listamanna er sannarlega skotheld leið til að bjarga hag heimilanna í landinu.
Svo ég vitni nú orðrétt í frétt þessu tengdu:
[Katrín segir að...] staða flestra listamanna sé mjög erfið um þessar mundir enda fáir bakhjarlar lista með bolmagn til þess að styðja við bakið á þeim.
= Snilld.
Já, þeim er sannarlega vorkunn. Annað en hinum aumingjunum í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 13:17
Ólafur og febrúar
Febrúar hefur oft reynst mér erfiður. Að meiru heldur en minna leyti er hann mér samt ánægjulegur. Við Inga trúlofuðum okkur í febrúar og hún á jafnframt afmæli í þessum mánuði. Þá er einnig sett á mann pressa með Valentínusardegi (sem er eitthvað Amerískt drasl) og Konudeginum, sem ég reyni nú að muna eftir og standa mig.
Hins vegar gengur mér erfiðlega að muna þetta með fjölda daga í febrúar og hefur þetta alltaf verið svona.
Ég skilaði t.d. inn tímum fyrir 30. og 31. febrúar og fékk ekkert borgað fyrir þá daga.
Eins skrifaði ég heimanám fyrir öll börnin í 3. og 4. bekk fyrir 30. og 31. febrúar. Mér fannst það snjallt þá.
En það er það sennilega ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 13:09
Áramótin
Þá er þessi dásamlegi dagur runninn upp.
Eftir því sem ég eldist þá finnst mér alltaf meira og meira svekkjandi að geta ekki haft þennan dag "út af fyrir mig".
Mér leiðast áramótabrennur og flugeldarnir eru ekkert sérstakir (eða jújú, þeir eru fínir).
Hins vegar það bara þannig að það sem mér finnst mest spennandi við þennan dag, er sjónvarpsdagskráin. Nú held ég að ég geti seint talist til sjónvarpssjúklinga en dagskráin á þessum degi er bara sérsniðin fyrir mig.
Mig langar að liggja yfir Kryddsíldinni en fæ samviskubit yfir að hanga yfir sjónvarpinu í svo langan tíma á hábjörtum degi.
Ég er alltaf jafn svekktur þegar mér er argað á einhverja brennudruslu þegar svipmyndir af innlendum og erlendum vettvöngum* er að byrja í sjónvarpinu. Hvernig stendur annars á því að RÚV þarf alltaf að sýna svipmyndir af innlendum vettvangi á undan (kl. 20:30) þegar þeir vita að akkúrat þá er verið að kveikja í vel flestum brennum á landinu. Þegar brennu síðan líkur er svipmyndunum við það að ljúka og maður þarf að láta sér nægja að horfa eingöngu á erlendar svipmyndir. Hvernig væri nú að svissa þessu?
Annars er ég nú bara að grínast með að ég þoli ekki brennu og flugelda. Mér finnst hvorutveggja alveg ágætt.
Svo getur maður getur séð alla þessa dagskrá á nýársdegi.
Hvurslags eiginlega bloggfærsla var þetta?
Gleðilegt ár og til hamingju með daginn Jakó mín.
*Villupúkinn fann eitthvað að þessari beygingu minni. Mér er andskotans sama.
Bloggar | Breytt 1.1.2009 kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2008 | 21:33
Ykkur er nær
Hvað gefur maður fólki sem á allt?
Ekkert.
Það getur bara sjálfu sér um kennt að eiga allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2008 | 22:11
Sölumennska
Einu vil ég koma á framfæri:
Þið sem völdin hafið og ASÍ menn og allir hinir: Hættið að tala niður krónuna helvítis asnarnir ykkar (eins og Elvar á Nesi myndi segja það). Haldiði virkilega að það hjálpi henni til að styrkjast þegar þið notið hvert tækifæri til að væla um ónýta krónu, krónu í öndunarvél og þar fram eftir götunum?
Annars er það helst að frétta að Lionsklúbbur Djúpavogs gekk í hús um helgina og seldi jóladagatöl fyrir börnin. Þeir kunna þetta svo sannarlega. Allavega mættu margir taka þá sér til fyrirmyndar með verðlagninguna. Nú er það siður hjá hinum ýmsu samtökum að ganga í hús eða hringja og selja hitt og þetta eða einfaldlega biðja um pening. Yfirleitt er það ekki undir 1500 kalli sem verið er að selja og er erfitt að velja og hafna því þau eru ansi mörg samtökin á landinu.
Baldur vinur minn í Lionsklúbbnum kom og bauð mér að kaupa súkkulaði-jóladagatal (tannkremstúba fylgdi) á kr. 395. Auðvitað kaupir maður þegar einhver kemur og bíður manni eitthvað á svona verði. Það er mín skoðun að þú græðir mun meira á því að selja svona hluti ódýrt því þá kaupa mun fleiri af þér.
Ekki eins og stúlkan sem hringdi í mig frá SÁÁ og bauð mér að styrkja þau ágætu samtök fyrir 500 krónur á mánuði í eitt ár. Þó svo ég hefði ekkert þarfara að gera við peningana en að styrkja svona samtök þá finnst mér þetta fráhrindandi nálgun. Af hverju bað hún mig ekki bara að styrkja þá um 1000 krónur og málið er dautt.
Af öðru ber það helst til tíðinda að ég á bágt með að trúa að nokkur verslun á landinu hafi hækkað verð meira heldur en Samkaup-Strax á Djúpavogi. Ég keypti litla plastpoka (svona fyrir samlokur) og þeir kostuðu litlar 400 krónur. Tannkremstúba kostar 675 kr. og 500g af Skyr.is sem rennur út daginn eftir kostar 300 krónur. Geri aðrir betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2008 | 13:09
Magni hitti naglann á höfuðið
Ég var að undirbúa mig að skrifa um þetta RÚV rugl allt saman þegar ég sá að Magni í Brekkubæ hafði skrifað við þessa frétt og ákvað því að kíkja á þá færslu.
Það er ekkert flóknara en það, hann skrifaði allt sem ég ætlaði að segja og því tek ég mér það bessalefyi að setja hans færslu hér inn. Og hana nú! (And cock now!)
Þá er það búið - þegar sauðirnir sem ráða í Efstaleitinu eru búnað loka Svæðisstöðvunum getiði tekið slagorðið "útvarp allra landsmanna" og lagt því í aftursætið á jeppanum sem Páll útvarps"stjóri" keypti fyrir afnotagjöldin mín, ekið því út á granda og hent því í sjóinn...
Þetta er enn eitt frábæra útspilið í þessu einkarekna rugli sem Páll virðist vera með - ef ykkur finnst ég vera harður við Palla útskýriði þá af hverju hann les sjálfur fréttir um sjálfan sig á tvöföldum launum meðan landsbyggðin er klippt út úr myndinni með einu pennastriki. Segiði mér hvernig hann getur krafið G.Pétur um að skila viðtali sem hann á sjálfur samkvæmt höfundarrétti - og síðan lesið sjálfur frétt um það um kvöldið!
Ég er að borga afnotagjöld fyrir þetta rugl!
700 milljóna sparnaður hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 23:03
Manager
Er í nýja Football Manager, þannig að mér er ekki stætt á því að vera að blogga einhverja þvælu.
En það er ljóst að við verðum að fara að losna við karlugluna í Seðlabankanum.
Fleira var það ekki
Ó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)