Það er pressa

Málið er nefnilega það að hér á blog.is er mikil pressa á manni að standa sig vel. Maður verður að passa sig gríðarlega á því að maður skrifa enga helvítis vitleysu því fjölmargir aðkomumenn koma til með að lesa bloggið hjá manni. Stafsetningavillur eru illa séðar og óþarfa blótsyrði ekki vinsæl. 

Ég ætla nú samt ekkert að gerast eitthvað linur þó ég sé kominn hingað. Þjóðfélagsrýni og mæðuköst verða í hávegum höfð sem fyrr. Ég hef samt ákveðið að skrifa sem minnst um þessa nýju ríkisstjórn enda engin ástæða til að vera að eyða óþarfa orðum í hana. Hún fellur illa að mínum hugmyndum og get ég ekki betur séð en að hér verði allt komið á hliðina innan nokkurra mánaða. Sjáum hvað setur. 

Þessi villupúki kemur samt gríðarlega sterkur inn í þessu bloggkerfi. Kannski óþarfa áhyggjur þar sem ég geri aldrei stafsetningavillur.... 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband