Freyju-auglýsingar

Steinn Ármann er án efa einn af fyndnustu mönnum Íslands. Ekki að furða þar sem hann er ættaður frá Borgarfirði eystri. Hann hefur í fjölda ára verið einn af mínum uppáhaldsleikurum og grínistum og ekkert sem hann hefur gert hefur valdið vonbrigðum hjá mér. Þar til núna.

 Og það eru þessar viðbjóðslegu Freyju-útvarpsauglýsingar. Sérstaklega þessar með Villiköttinn. Eins  Freyjudraumur og Buffaló bitar. Þetta er allt sami hryllingurinn. Þarna hefur sveitungi minn stórkostlega skotið sig í fótinn því maður finnur kjánahrollinn hríslast um sig allan þegar þessar auglýsingar eru spilaðar. Reyndar þegar maður hugsar um það þá hafa Freyju auglýsingar alltaf verið mjög slæmar. Jónsi í "Rosa góður draumur, maður" og Birgitta í "Þú átt það alltaf skilið". Eins eru nýjar Freyju-auglýsingar núna í útvarpinu með Helgu Brögu þar sem hún er m.a. að auglýsa sælgætið Freyju-djúpur. Hún er skelfileg. 

En það hlýtur að koma fyrir í lífi hvers grínara að þeir drulli upp á bak. Við skulum bara vona að þetta sé í fyrsta og síðasta skipti sem Steinn Ármann lendir í því.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband